Listar, listar, dásamlegu listar!

Ég er ein af þeim sem finnst gaman að búa til lista. Kannski er það af því að ég hef allta verið frekar óskipulögð.

Eitt dæmi um þessa listaáráttu mína eru pakklistarnir, sem ég hef skrifað um áður á þessu bloggi (hér, og hér). Um helgina settist ég niður og tók saman þrjá gátlista fyrir húsbílinn:

  • einn yfir búnað, þ.e. varanlega hluti sem verða í bílnum, flestir bara á ferðatímabilinu, s.s. eldunarbúnaður og dýnan í rúminu, en aðrir alltaf, s.s. verkfæri, landakort, startkaplar og sjúkrakassi;
  • einn yfir vörur, þ.e. endurnýjanlega hluti eins og eldspýtur, hreinlætisvörur og geymsluþolin matvæli, sem flestir mega vera í bílnum á ferðatímabilinu, plús hluti eins og varaöryggi, varaperur í ljós, WD40, lásaolíu og fleira smálegt sem er gott að eiga alltaf í bílnum;
  • og einn yfir það sem ég tek með mér að heiman þegar ég fer af stað í ferðalag á bílnum, s.s.  myndavélabúnað og ferskar matvörur.

Svo á ég auðvitað eftir að búa til gátlista fyir föt, einn fyrir styttri ferðir og annan fyrir lengri, sem og sundurliðun á innihaldi verkfærakassans og sjúkrakassans (ég á eftir að athuga hvað mér finnst vanta í sjúkrakoddann sem fylgdi bílnum). En það bíður til seinni tíma.

Þetta er kannski svolítið snemmt, en það er betra að vera við öllu búinn þegar að því kemur. Eru ekki einkunnarorð skátanna einmitt Ávallt viðbúinn? Þó ég hafi aldrei verið skáti finnst mér þetta vera frábær einkunnarorð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Listagerð er góð afþreying og bráðnauðsynleg fyrir alla ferðalanga :)

Svava 24.11.2014 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband