Pakklistinn, frh.

Hér restin af pakklistanum, það sem fer í aðgengilegan handfarangur og innanklæðaveskið. Þetta er heldur meira en ég tek venjulega með inn í vél, því þetta er tæplega 10 klukkutíma flug og maður þarf ýmis þægindi í langflugi sem maður þarf ekki ef maður er á leið til Köben, og svo þarf að hafa fjölbreyttari tómstundir en annars til að maður lognist ekki út af af leiðindum. Svo er líka alltaf hætta á að hin taskan þurfi að fara í innritaðan farangur, og þá er best að vera með hjá sér það sem maður vill ekki vera án í sólarhring eða svo, og vill ekki eiga á hættu á að "týnist" úr innrituðu töskunni.

Listinn er ekki endanlegur, ég get átt eftir að taka eitthvað af honum eða bæta við hann, kaupi t.d. oftast nær enskt krossgátublað þegar ég á leið um Heathrow.

Uppástungur eru vel þegnar. Maður getur alltaf gleymt einhverju þó maður eigi svona allsherjarpakklista. Smile

 

Bók til að lesa, kannski 2-3, svona ef einhver þeirra reynist vera leiðinleg. Skipti þeim út eða gef þær þegar ég kem á leiðarenda.

Buff eða bómullarslæða.

Dagbók og nauðsynlegir fylgihlutir, ss. 2-3 pennar í mismunandi litum, límstifti, límhorn, blýantur og strokleður. Hætti ekki á yddara, hlýt að fá hann úti.

Farsími og hleðslutæki.

Ferðahandbók.

Ferðapappírar: Farmiðar, bólusetningarvottorð, vegabréf, tryggingaskírteini.

Gjafirnar til gestgjafanna.

Hálstöflur.

Hárbursti, lítill.

Minnisbók m. ferðaupplýsingum. Svo ég þurfi ekki eilíflega að vera að gramsa í innanklæðaveskinu eftir ferðapappírunum.

Moskítófæliþurrkur – ég kem á staðinn á besta tíma fyrir moskítóflugur – um kvöld - og því er gott að geta skellt DEET á sig strax. Þurrkurnar fékk ég í Office 1 og ég vona bara að þær virki eins vel og lofað er á pakkanum.

mp3 spilari – til að þreyja þær stundir þegar ég nenni ekki að lesa eða tími ekki að borga fyrir bíómynd.

Myndavél ásamt auka-rafhlöðum og tveimur minniskortum.

Nesti: ég tek alltaf eitthvað matarkyns með mér í flug, t.d. hnetu-og ávaxtablöndu og smá nammi, t.d. Tópas eða Altoids, til að narta í á milli mála eða til að bæta upp vondan flugvélamat.

Peningar.

Sandalar – fínt að geta smeygt sér úr gönguskónum og leyft loftinu að leika um fæturnar og þurfa ekki að brölta í skóna aftur þegar maður þarf á klóið.

Sólgleraugun mín. Gott ef mig langar að sofa þegar ekki er svefntími í flugvélinni, því ég á erfitt með að nota augngrímu.

Sólhattur, freyðitöflur.

Sótthreinsandi blautþurrkur.

Spilastokkur – ég á einn góðan með myndum frá Íslandi.

Svitalyktareyðir, þurr.

Tannbursti og ögn af tannkremi (fer í pokann góða).

Tannþráður.

Varagloss – fínt til að lífga upp á útlitið og halda vörunum mjúkum og kyssilegum (maður veit aldrei...)

Ýmislegt smálegt, ss. auðkennislykill fyrir netbanka og USB-lykill.

Öll lyf, þ.m.t. magalyf, pillan, malaríutöflur og verkjatöflur, líka fjölvítamín og svo Acidophilus-töflur til að halda þarmaflórunni í lagi – malaríulyfið er nefnilega sýklalyf sem auk þess að hafa fyrirbyggjandi áhrif gegn malaríu drepur líka gerla, bæði góða og vonda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 32555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband