Ferðaminning

Ein fyrsta minningin sem er skýr í huga mér er frá ferð upp í Þórsmörk þegar ég var fjögurra eða fimm ára gömul. Við vorum á leið yfir Krossá og það sem ég man var að það var bíll fastur í hyl rétt neðan við vaðið yfir ána. Hann var brúnn og mér finnst þetta hafa verið Ford Bronco, þó að mamma fullyrði að þetta hafi verið Jeep Cherokee.

Hvað um það, bíllinn flaut í hylnum með afturendann einan upp úr og ég starði á hann og hugsaði með mér að ekki hefði ég viljað vera í honum þessum. Síðan heyrði ég eitthvað gutl og leit niður, og sá þá að það var ökkladjúpt vatn inni í bílnum, og ég dró undir mig fæturna og hnipraði mig saman í sætinu.

Ég man annars ekkert eftir heimsókninni sjálfri í Þórsmörk eða öðrum atriðum úr ferðalaginu. Svona getur minni manns verið skrítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband