Dagur 26 - síðasta færslan í bili

Jæja, þá er áfanga nr. 1 lokið og ég komin heim, og auðvitað beint í fjölskylduboð. Held ég hafi bara staðið mig vel í því að borða ekki of mikið - að minnsta kosti var ég ekki pakksödd þegar ég hætti, heldur bara hæfilega mett.

Útkoman úr þessum fjórum vikum var ca. 4,5 kílóa þyngdartap (ofan á þessi 2 kíló sem ég missti í sumar), 6 cm. minna mjaðmaummál og 10 cm. minna mitti. Ég er farin að þurfa belti eða axlabönd við megnið af buxunum mínum, en efripartarnir passa ennþá, eru bara lausari yfir magann.

Ég á eftir að fara aftur í 2 vikulangar innlagnir, eina í janúar og aðra í lok ágúst, 2 vinnudaga, og viðtöl. Ég læt vita með tölvupósti þegar ég byrja aftur að blogga hérna.

Ég vil svo þakka öllum sem heimsóttu bloggið og skrifuðu í gestabókina og athugasemdirnar fyrir heimsóknirnar og velviljann og velfarnaðaróskirnar. Stuðningur ykkar er ómetanlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 32465

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband