Færsluflokkur: teikningar

Pakklistapæling fyrir húsbílaferðalag

Ég er talsvert ferðavön og hef í mörg ár verið að þróa pakklista sem styttist með hverju ferðalagi (sjá meira um hann hér). Eins skrítið og það nú er, þá hef ég yfirleitt tekið minna með mér eftir því sem ferðalagið er lengra, en það stafar reyndar af því að maður ferðast með allt öðru viðhorfi þegar ferðalagið er langt. T.d. þykir mér leiðinlegt að þurfa að standa í þvottum á fatnaði í stuttum ferðum, en þykir það sjálfsagt mál á lengri ferðalögum.

Nú þarf ég að hugsa pakklistann alveg upp á nýtt. Það má nefnilega segja að húsbíll sé nokkurs konar ferðataska, og reyndar er ein merkingin á orðinu caddy "ílát til að geyma hluti þegar þeir eru ekki í notkun", sem getur vel átt við ferðatösku. (Aðrar merkingar eru "tedós" og "kylfusveinn". Ég ímynda mér að það hafi verið fyrsta merkingin sem Þjóðverjarnir höfu í huga þegar nafnið var ákveðið).

En þó að bíllinn manns sé ferðataska í yfirstærð, þá þýðir það hins vegar ekki að maður geti nú tekið eldhúsvaskinn, þvottavélina og stofusófann með sér. Þetta þarf að íhuga vel.

Meira um það síðar.

eldhusvaskurinn.jpg

 

 


Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 32450

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband