Jóla, jóla, jóla!

Ég er búin að láta mig langa í jólaferð til útlanda síðan ég kom heim úr ráðstefnuferð til Danmerkur í september, en fannst það kannski í mesta lagi að fara í fjórðu utanlandsferðina á árinu (England, Bandaríkin, Danmörk) þegar ég er svo að fara í mjög dýra ferð á næsta ári og ætti að vera að spara.

Þá barst inn á bankareikninginn minn styrkur frá stéttafélaginu mínu vegna Danmerkurferðarinnar, sem á endanum kostaði mig því innan við 20 þúsund. Auðvitað lagðist ég strax á vefinn og fór að skoða ferðasíður. Útkoman úr því var sú að ég er að fara í fjögurra daga helgarferð til Þýskalands í desember og tek mömmu með mér.

Þetta var ódýrara en ég ímyndaði mér:

Þegar búið er að skipta kostnaðinum niður á tvo kostar flugið til og frá Frankfurt um 33 þúsund á manninn; gistingin verður ca. 18 þúsund; og bílaleigubíllinn um 6 þúsund. Svo má bæta við þetta ca. 15 þúsund í mat og tilfallandi kostnað, bensín á bílinn og svo framvegis. Samtals um 72 þúsund.

Þetta á ekki að verða verslunarferð, heldur afslöppunar- og jólaferð. Mamma er búin að kaupa flestar jólagjafirnar, og þó að ég eigi eftir að kaupa einhverjar gjafir, þá ætla ég ekki að eltast við þær, heldur kaupa bara ef ég rekst á eitthvað.

(Ég veit þó af Primark-verslun í Frankfurt, en veit ekki alveg hvort mér tekst að fá mömmu til að samþykkja að fara þangað. Það er bara svo gaman að versla í Primark... það er að segja alls staðar annars staðar en í verslunni við Oxford-stræti í London. Hún er svarthol sem virðist draga fram það versta í fólki).

Við ætlum að keyra til Heidelberg og gista þar. Það eru jólamarkaðir á hverju strái út um allt Þýskaland í desember, og Hessen og Baden-Württemberg eru engar undantekningar. Ef okkur fer að leiðast í Heidelberg er stutt til Ladenburg, Mannheim, Worms, Darmstadt, Speyer, Heilbronn og Karlsruhe, og þar eru jólamarkaðir líka, og svo er innan við tveggja tíma akstur til jólaborgarinnar Rothenburg ob der Tauber. Svo er einn af elstu jólamörkuðum landsins í Frankfurt sjálfri.

Ég vonast til að geta hent hér inn einhverju myndum þegar við komum til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtileg ferð hjá ykkur mæðgum og afskaplega jólaleg :)

Svava 21.11.2016 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband