Færsluflokkur: ljósmyndun

Svipmyndir úr fyrstu næturgistireisunni, 2. hluti

Hvalfjörðurinn er draumur fyrir landslagsljósmyndara. Í þetta skipti stoppaði ég við líparítnámuna og tók myndir þar:

dsc_8908.jpg

 

dsc_8904.jpg

 

Það er líka vel þess virði að litast um eftir því smáa. Þetta fann ég t.d. niðri í fjöru rétt hjá Þylilsskálnum, utan á sjóreknu flotholti:

dsc_8914.jpg

 

 

dsc_8915.jpg


Svipmyndir úr fyrstu næturgistireisunni, 1. hluti

Ég fór í fyrstu næturgistireisuna á bílnum helgina 9. til 10. maí. Þetta var bara ein nótt, svona til að prófa mig áfram með þetta. Ég hóf ferðina með því að aka upp á Þingvelli og tók smá hring við vatnið, og fór síðan yfir í Hvalfjörðinn um Kjósarskarðsveg með viðkomu í Kaffi Kjós. Hér eru nokkrar myndir úr þessum legg ferðarinnar:

Mér hefur alltaf þótt þetta hús (sumarbústaður? veiðihús?) vera svolítið sjarmerandi:

dsc_8884.jpg

 

Horft inn Hvalfjörðinn. Í góðu veðri er það þess virði að keyra fjörðinn bara út af landslaginu (en reyndar er vegurinn skemmtilegur líka, sérstaklega sunnanmegin):

dsc_8889.jpg

 

Uppi við Steðja (Staupastein). Ég hef farið um Hvalfjörðinn ég-veit-ekki-hversu-oft, en það er oft, því ég var komin með bílpróf áratug áður en Hvalfjarðargöngin opnuðu, og þetta er í fyrsta skipti sem ég fer upp að Steðja:

dsc_8900.jpg

 

dsc_8895.jpg

 

Svo er ein dæmigerð póstkortamynd af Þyrli í lokin:

dsc_8910.jpg


Er þetta húmor, eða?

Ég rakst áðan á þessa frétt á DV.is, sem fjallar um ljósmyndatöku af flugvél sem virðist vera nánast ofan í Holuhraunsgosinu. Fjarlægðin, sem er um 300 metrar, er kannski í það minnsta, en varla þannig fólkið í flugvélinni sé í mikilli hættu. Myndin er nefnilega tekin með aðdráttarlinsu. Þær skila minni dýpt en gleiðlinsur og þannig lætur linsan flugvélina virðast vera hættulega nærri gosinu.

Næst fylgdi ég krækju á upprunalega frétt breska götublaðsins Daily Mail af myndatökunni. Fréttir þess blaðs eru oft uppfullar af skemmtilegum villum, röngum fullyrðingum og hlálegri málfræði, en í þetta skipti var það ein athugasemdin sem vakti athygli mína. Ef þetta á að vera húmor, þá er þetta vel heppnuð háðsádeila á heimsku fólks sem skrifar athugasemdir án þess að hafa lesið almennilega það sem það er að fjalla um, og þar að auki á staðalmynd hins heimska Ameríkana, en því miður held ég, miðað við aðrar athugasemdir sem ég hef lesið við fréttir í DM, að honum sé fúlasta alvara:

Snarrugluð athugasemd

 

 

 

 

 


Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband