Laugardagur, 4. október 2008
Dagur 26 - síðasta færslan í bili
Jæja, þá er áfanga nr. 1 lokið og ég komin heim, og auðvitað beint í fjölskylduboð. Held ég hafi bara staðið mig vel í því að borða ekki of mikið - að minnsta kosti var ég ekki pakksödd þegar ég hætti, heldur bara hæfilega mett.
Útkoman úr þessum fjórum vikum var ca. 4,5 kílóa þyngdartap (ofan á þessi 2 kíló sem ég missti í sumar), 6 cm. minna mjaðmaummál og 10 cm. minna mitti. Ég er farin að þurfa belti eða axlabönd við megnið af buxunum mínum, en efripartarnir passa ennþá, eru bara lausari yfir magann.
Ég á eftir að fara aftur í 2 vikulangar innlagnir, eina í janúar og aðra í lok ágúst, 2 vinnudaga, og viðtöl. Ég læt vita með tölvupósti þegar ég byrja aftur að blogga hérna.
Ég vil svo þakka öllum sem heimsóttu bloggið og skrifuðu í gestabókina og athugasemdirnar fyrir heimsóknirnar og velviljann og velfarnaðaróskirnar. Stuðningur ykkar er ómetanlegur.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.