Dagur 11

Kl. 18:30.

Í dag var þvílíkt rok í gönguferðinni að ég hélt að ég mundi fjúka á haf út, en það rigndi að minnsta kosti ekki, og það var sólskin með köflum í mestallan dag. Varmáin er bólgin og vatnsmikil, og fossinn sem ég man ekki hvað heitir er tilkomumikill að sjá þar sem kolmórautt vatnið gusast niður hann. Ég hef orðið að loka glugganum hjá mér undanfarnar nætur til að fá svefnfrið fyrir veðrinu, og geri ráð fyrir að skortur á hreinu lofti hafi gert það að verkum hvað mig hefur dreymt undarlega í nótt og síðustu nótt.

Er búin að vera að drepast í bakinu í allan dag, og fór loks út í apótek og keypti Íbúfen. Þarf að tala við lækninn og fá hjá honum Naproxen eða Voltaren, það virkar betur á mig en Íbúfenið.

Brá mér í labbitúr um bæinn eftir hádegið, og varð hissa á því að sjá hvað það eru rosalega margir matsölustaðir hérna, bæði kaffihús, skyndibitastaðir og veitingahús, og flest við sömu götuna. Skal telja þau og birta niðurstöður síðar. Líklega er ferðamannaiðnaðurinn orsökin.

Ég finn að þó ég sé með bakverk, þá er ég að styrkjast og úthaldið að aukast, og harðsperrurnar eru að minnka. Ég er að hugsa um að fara í þolgöngu nr. 4 á morgun. Hún er ca. 10 mínútum lengri en nr. 3 sem ég hef verið að fara í, og heldur hraðari. Ég hef þá helgina til að jafna mig ef ég ofkeyri mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér varð hugsað til þín í gærkvöldi þegar ég fór í kraftgöngu í Mosfellsbænum með Birnu og fleirum - sem betur fer var nú ekkert skelfilega hvasst...en vá hvað var mikið myrkur! Þar sem gangan fór að stórum hluta fram fyrir utan bæinn þá var þetta orðin einskonar óvissuferð, sérstaklega þar sem um var að ræða misholótta moldarstíga...en ég komst þetta óbrotin ha ha ha :)

Frábært að úthaldið hjá þér sé farið að aukast - hlakka til að heyra hvernig þér líst á gönguhóp 4 :)

Bestu kveðjur,

Svava

Svava 19.9.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 32543

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband