Dagur 12

Kl. 19:30

Jæja, þá er maður kominn heim í helgarfrí, með fulla tösku af þvotti. Ég fór í þolgöngu nr. 4 í morgun, og þoldi hana vel, þó að reyndar væri brekkan í byrjun göngunnar ansi löng og ég lafmóð þegar upp var komið. Ég er reyndar vön að ganga vegalengdina sem er boðið upp á í göngu 4, en bara á sléttlendinu í kringum Skagaströnd. Aftur hef ég hef aldrei verið mikið fyrir brekkur, en þetta var samt ágætt, því ég fékk að sjá nýtt landslag. Við gengum upp á hverasvæði fyrir ofan bæinn, í ausandi rigningu og allnokkru roki, og niður með Varmá, sem er enn vatnsmikil en ekki jafn ógnvekjandi og í gær, enda aftur búin að taka á sig sinn venjulega lit. Við staðnæmdumst við fossinn í smá stund, og einhverjir úr hópnum sáu silung stökkva.

Þyngdartapið mitt litla er, samkvæmt næringarráðgjafanum, líklega af því tilkomið að ég hef ekki verið með neinn bjúg sem ég þurfti að vinna af mér fyrstu vikuna. Ekki veit ég hvort það er rétt, en aftur veit ég að ég var 100,3 kg. í morgun, samkvæmt óopinberri vigt, sem sagt: 1 kílói léttari en á miðvikudaginn. Verð örugglega ekki léttari í fyrramálið, enda var ég að enda við að gæða mér á samloku með dalmatíuskinku og króatískum sauðaosti (sem rann ljúflega niður), en bæði eru rækilega söltuð og líkleg til að valda bjúgsöfnun. Verð að vera dugleg að drekka vatn í kvöld.

Við Borghildur (næringarráðgjafinn) urðum sammála um að mitt vandamál væri ekki svo mikið magnið sem ég borða á venjulegum matmálstímum, heldur allt nartið og aukabitarnir á milli mála, og ofát þegar ég kemst í veislumat. Það er því þetta sem ég verð að gæta mín á og reyna að draga smám saman úr eftir að meðferðinni lýkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert algjör hetja! Þú verður hinn mesti göngugarpur þegar þessu lýkur :) Frábært hjá þér að vera komin í efsta gönguhópinn - það tekur nú skiljanlega á en áhrifin þar af leiðandi sennilega þeim mun meiri :)

Bestu kveðjur,

Svava

Svava 21.9.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 32497

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband