Dagur 10

Kl. 15:30.

Kærar þakkir fyrir hvatninguna. Mér líður mun betur í dag, enda hefur sést til sólar. Allir gluggar í húsinu eru þaktir í laufum sem lægðin hefur tætt af trjánum, og laufin fljóta í sundlauginni og pottunum og skreyta botninn. Talsvert hreinsunarstarf sem þarf að sinna þar. 

Mig er ekki hætt að dreyma um mat - ef einhver getur túlkað þennan draum, þá væri gaman að heyra (lesa) túlkunina: Mér fannst ég vera í stórborg, í fylgd Friðriks, sem var klæddur eins og mafíósi í Amerískri bíómynd. Ég kaupi mér samloku, baguette með skinku og osti, en rétt þegar ég ætla að bíta í hana hrækir kona á bak við mig og hrákinn lendir á samlokunni, og við lendum í rifrildi um það hvort hún eigi að kaupa handa mér nýja samloku. Þá kviknaði á útvarpsvekjaranum, enda eins gott, því að stefndi í slagsmál í draumnum. Var svo hálfsofandi fram undir hádegi og ætlaði varla að nenna í þolgönguna.

Ég fór í vigtunina í morgun og hafði lést um svo mikið sem... 300 grömm! Reyndar var ég í þyngri fötum en í fyrstu vigtuninni, þannig að þau gætu hafa verið 500. Veit ekki alveg hvers vegna þetta er svona lítið, en tel að hluti af því sé að ég hef verið að borða meira á kvöldin en ég er vön. Ætla að fara aftur í minn gamla átvana: að borða bara stóra máltíð á morgnana og í hádeginu, en léttri mat á kvöldin. Metið í hópnum var tæplega fjögur kíló, og það hjá manninum sem hreyfir sig minnst af okkur öllum, því hann er með hnémein og fer ekki í gönguferðirnar.

Fór svo í tíma í sundlauginni eftir hádegi í dag, þar sem er blandað saman leikfimiæfingum og sundi. Það var mjög gaman, og eitthvað sem ég gæti haldið áfram eftir að ég kem heim. Verð líklega með harðsperrur í mjöðmunum á morgun, því við vorum látin synda skriðsund með sundflipa á fótunum, sem er auðvitað meira átak en að synda án þeirra.

--

Sumt starfsfólkið hérna fer um húsið á hlaupahjólum. Ég er ekki hissa, því vegalengdirnar hérna er þannig að það er örugglega hægt að ganga sig niður að hnjám á einum vinnudegi ef maður á oft erindi út um allt hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna, þetta eru engar smá draumfarir hjá þér! Ég er nú engin sérstök draumráðningkona en held nú samt að þetta tengist m.a. undirliggjandi hugsun um að það þurfir að umgangast mat með varúð. Svo finnst mér greinlegt að þú ert orðin svo meðvituð um nauðsyn þess að gæta að mataræði að þú sérð til þess að þú borðir ekki einu sinni í draumum - þessi hrákakona er þá eins konar samviska þín :)  Voðalega er maður djúpur í dag ha ha ha :)

það er skelfilega drungalegt um að litast í borginni núna, hvasst og dimmt... en þá góða við svoleiðis veður er að þá er kjörið að kveikja á kertum! Voðalega kósí..og pínu jólalegt :) Varstu annars búin að gera þér grein fyrir því að það eru innan við 100 dagar til jóla :)

 Innilegar stuðnings- og stuðkveðjur,

Svava

Svava 18.9.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: JG

Eru jólalögin sem sagt tekin við að hljóma í kollinum á þér? Er það ekki svoítið snemmt?

JG, 18.9.2008 kl. 18:38

3 identicon

Það er ALDREI of snemmt fyrir jólalög :)

Svava 19.9.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 32543

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband