Dagur 9

Kl. 17:20:

Veðrið er farið að leggjast í geðið á mér, sem er ekki gott því slíku fylgir aukin matarlyst. Ég hef átt erfitt með mig í dag og í gær að fá mér ekki aftur á diskinn á matmálstímum, og svo dreymir mig um súkkulaði á nóttunni.

Winston Churchill líkti þunglyndi við svartan hund sem elti hann um allt, en mér finnst það frekar vera eins og að maður sé með byrðar á bakinu sem sífellt þyngjast meir og meir. Suma hafa þær sligað en sem betur fer hafa mínar aldrei orðið svo þungar, en það er samt erfitt að bera þær. Það hjálpar mér ekki að báðar ömmur mínar hafa átt við vanheilsu að stríða undanfarið og ég hef áhyggjur af þeim.

Ég held reyndar að það séu einhverjir samningar við veðurguðina í gildi hérna, því það stytti upp að mestu og lægði talsvert í morgun rétt á meðan við vorum í þolgöngunni, og svo byrjaði aftur að blása og rigna þegar göngunni var lokið. Þolgangan í morgun var í hressilegri kantinum, og ég sé fram á að ég geti fært mig í göngu 4 eftir helgi, því úthaldið hjá mér batnar dag frá degi.

Harðsperrurnar eru enn til staðar, en á nýjum stöðum, því sjúkranuddarinn hamaðist á blettum á rassinum á mér og mjöðmunum sem eru svo hrikalega aumir eftir nuddið að það var kvöl að gera sumar æfingarnar í sundleikfiminni í morgun.

Ég er búin að fá æfingaáætlun fyrir tækjasalinn. Ég er ekki með ákveðna tíma þar, en get farið þangað hvenær sem mig lystir, sem er fínt til að fylla upp í tómu tímanna.

Í dag vorum við, auk vatnsleikfimi og þolgöngu,  á matreiðslunámskeiði. Annar kokkurinn tók okkur í sýnikennslu í að búa til graskerssúpu, húmmus og ofnbakaðar kartöflur, og kona frá NLFÍ spjallaði við okkur um heilsusamlegt mataræði.

Á morgun er svo vigtun. Hún fer fram klukkan hálf-átta um morguninn, til að tryggja að við séum fastandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú skiljanlegt að þú hafi ekki verið upp á þitt besta eins og veðrið hefur verið undanfarið - grátt og blautt - en það fer nú vonandi að skána. Það skiptir öllu máli að þú ert meðvituð um að þegar þig fer að langa í mat við slíkar aðstæður þá er það ekki vegna þess að líkaminn er hungraður heldur er verið að leita eftir huggun í matnum. Ég hef einmitt stundað það grimmt að borða þegar ég er stressuð eða vansæl og þetta hegðunarmunstur er víst afskaplega algengt.

Þú ert að standa þig rosalega vel og átt HRÓS skilið!!

Bestu kveðjur úr Reykvísku rigningunni,

Svava

Svava 17.9.2008 kl. 08:52

2 identicon

Svo sammála síðasta ræðumanni, þú stendur þig mjög vel, hrós og aftur hrós. Við hugsum hlýtt til þín á hverjum degi. Haltu áfram að standa þig svona vel.

Þúsund kossar og knús

Berglind, Friðrik og Karen Sif

Berglind og co. 17.9.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 32545

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband