Dagur 5

Er heldur betri í bakinu í dag, sérstaklega eftir svakalega fínt slökunarbað sem ég fór í klukkan þrjú. Kom upp úr ilmandi af blóðbergi og öðrum blómum, en út í baðvatnið fer olía unnin úr íslenskum jurtum hjá Purity Herbs. Verð í svona böðum næstu föstudaga. Jibbí! Ég er líka búin að fá tíma í sjúkranuddi og fer með íþróttakennaranum í tækjasalinn á mánudaginn og fæ æfingar.

Baðkarið er gamalt grænt tröll sem trónir uppi á háum palli sem maður þarf að klifra upp á. Það er með stærðarinnar stjórnborði með alls konar krönum og rofum, þar á meðal nuddrofa og rofa fyrir rafmagnsbað, en er í dag víst bara notað fyrir heilsuböðin.

Ég fór líka í þrekpróf í dag sem fólst í því að ganga fram og aftur eftir einum ganginum í 6 mínútur eins hratt og maður komst án þess að hlaupa og meta síðan hversu erfið manni þótti gangan. Íþróttakennarinn og sjúkarþjálfarinn töldu mig vel komna í gönguhópi nr. 3, sem ég hef verið að ganga með undanfarið. 

Svava, þú minntist á nafngiftir á stöðum þarna í síðasta kommenti - það er alveg rétt. Gangurinn sem ég er á heitir t.d. Sprengisandur og næsti gangur Langisandur. Bæði eru réttnefni, enda gangarnir langir mjög og erfiðir fyrir fólk sem er stirt eða á erfitt með gang, enda Sultartangi hafður sem matsalur til að spara þeim gönguna inn í stóra matsalinn. Svo heita nýjustu gangarnir Gullströnd, Perluströnd og Demantsströnd. Þeir eru næstir matsalnum, bókasafninu og sundlauginni, og eru með stærri herbergi með meiri þægindum, enda kostar meira að vera í þeim herbergjum.

Nú er ég komin heim í helgarfrí og fékk góðar móttökur frá tveimur einmana páfagaukum, enda hafa þeir bara séð Friðrik í smátíma á dag síðan ég fór austur, en eru vanir að fá að fljúga lausir í klukkutíma á dag þegar ég er heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 32498

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband