Dagur 4

Synti 90 metra og fór svo í hörku vatnsleikfimi í morgun. Var búin að koma mér fyrir á fínum stað í lauginni þegar ofan í kom andfýla og á eftir henni maður sem þurfti endilega að taka sér stöðu fyrir aftan mig. Ég færði mig hið snarlegasta.

Fór síðan í ágætis þolgöngu kl. 11. Var ekki alveg jafn rennandi sveitt og í gær, enda gekk forystusauðurinn hægar og það voru færri eða að minnsta kosti ekki jafn brattar brekkur og í gær. Það rigndi bara smávegis á okkur á leiðinni. Ég horfði með öfund upp á heiði, en þar var léttskýjað, sem mér þótti benda til bjartviðris í Reykjavík. Vona að það verði komið hingað á morgun svo ég geti farið út með myndavélina, því ég er búin að koma auga á fjöldann allan af tækifærum til að taka flottar myndir í gönguferðunum. Maður stoppar nefnilega ekki á þolgöngu, nema rétt til að taka teygjur.

Ég veit ekki hvað er að hafa slæm áhrif: sund, leikfimi eða ganga, nema allt þrennt sé, en ég er búin að vera að drepast í bakinu frá því um hádegi. Endaði á því að taka Naproxen. Þó það slaki ekki á verknum þá getur verið að það mýki vöðvana eitthvað. Ég er greinilega ekki ennþá búin að jafna mig eftir húsgagnaflutningana fyrir mánuði síðan (ég var að setja saman skenk frá Ikea og fjarlægja kommóðu/skatthol úr eldhúsinu hjá mér og tognaði í bakinu við það - því miður hélt ég að ég væri orðin góð og skildi Parkódínið eftir heima). Verð að sjá til með hvort ég treysti mér í leikfimina í fyrramálið. Hitti vonandi sjúkraþjálfarann eftir hádegi á morgun.

--

Maturinn hérna er mjög góður. Þar sem viðmiðun flestra lesenda er væntanlega maturinn á Grænum kosti eða Á næstu grösum, þá er hann talsvert betri en á þeim fyrrnefnda og svipað góður ef ekki betri en hjá þeim síðarnefnda.

Nema súpurnar. Ég er ekki enn búin að fá góða súpu hérna. Eiginlega alveg furðulegt miðað við hvað annar matur er góður.

Nema í kvöld. Það  var kalt kartöflu- og eplasalat á borðum, í karrýsósu sem innihélt allt of mikið túrmerik. Ég rétt smakkaði á salatinu og fékk mér svo bara skyr í staðinn, en það er alltaf á boðstólum á kvöldin.

--

Hér er lítið við að vera eftir klukkan fjögur á daginn, annað en að horfa á sjónvarpið, lesa blöðin eða spila pool. Ég er að reyna að sofna ekki, nema ég hef tvisvar fengið mér kríu eftir hádegismatinn og í bæði skiptin verið gert rúmrusk af slökunarprógramminu. Hef verið að lesa í staðinn. Í kvöld á reyndar að dansa í Kapellunni, sem þrátt fyrir nafnið er samkomu-, leikfimi- og fyrirlestrasalur auk þess að vera helgidómur. Það er nefnilega alltaf eitthvað um að vera þar á fimmtudagskvöldum, oftast kvöldvökur, en í kvöld hafa líklega ekki fengist neinir sjálfboðaliðar úr hópi dvalargesta til að skemmta svo það hefur verið sett á ball í staðinn. Á morgun kem ég síðan heim og stoppa fram á sunnudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, vona að þér líði betur í bakinu! Að öðru leyti hljómar staðurinn vel og það eru greinlega stórskemmtileg nöfn á vistarverunum þarna :) 

 Bestu kveðjur,

Svava

Svava 12.9.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 32488

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband