Föstudagur, 12. september 2008
Dagur 5
Er heldur betri í bakinu í dag, sérstaklega eftir svakalega fínt slökunarbað sem ég fór í klukkan þrjú. Kom upp úr ilmandi af blóðbergi og öðrum blómum, en út í baðvatnið fer olía unnin úr íslenskum jurtum hjá Purity Herbs. Verð í svona böðum næstu föstudaga. Jibbí! Ég er líka búin að fá tíma í sjúkranuddi og fer með íþróttakennaranum í tækjasalinn á mánudaginn og fæ æfingar.
Baðkarið er gamalt grænt tröll sem trónir uppi á háum palli sem maður þarf að klifra upp á. Það er með stærðarinnar stjórnborði með alls konar krönum og rofum, þar á meðal nuddrofa og rofa fyrir rafmagnsbað, en er í dag víst bara notað fyrir heilsuböðin.
Ég fór líka í þrekpróf í dag sem fólst í því að ganga fram og aftur eftir einum ganginum í 6 mínútur eins hratt og maður komst án þess að hlaupa og meta síðan hversu erfið manni þótti gangan. Íþróttakennarinn og sjúkarþjálfarinn töldu mig vel komna í gönguhópi nr. 3, sem ég hef verið að ganga með undanfarið.
Svava, þú minntist á nafngiftir á stöðum þarna í síðasta kommenti - það er alveg rétt. Gangurinn sem ég er á heitir t.d. Sprengisandur og næsti gangur Langisandur. Bæði eru réttnefni, enda gangarnir langir mjög og erfiðir fyrir fólk sem er stirt eða á erfitt með gang, enda Sultartangi hafður sem matsalur til að spara þeim gönguna inn í stóra matsalinn. Svo heita nýjustu gangarnir Gullströnd, Perluströnd og Demantsströnd. Þeir eru næstir matsalnum, bókasafninu og sundlauginni, og eru með stærri herbergi með meiri þægindum, enda kostar meira að vera í þeim herbergjum.
Nú er ég komin heim í helgarfrí og fékk góðar móttökur frá tveimur einmana páfagaukum, enda hafa þeir bara séð Friðrik í smátíma á dag síðan ég fór austur, en eru vanir að fá að fljúga lausir í klukkutíma á dag þegar ég er heima.
Meginflokkur: HNLFÍ | Aukaflokkar: heilsa, megrun | Facebook
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.