Dagur 3

Kl. 18:00.
Þá er prógrammið byrjað. Í dag var það 50 mínútna leikfimi kl. 8 og ca. 40 mínútna þolganga klukkan 11. Ég fór í göngu nr. 3, sem er næsterfiðasta gangan, og svipuð og 5 km. gangan sem ég hef farið með mömmu á Skagaströnd (svona fyrir þá sem þekkja til), þó heldur meiri brekkur. Það var gengið upp með Varmá og upp í skógræktina, en hún endar bara hérna við lóðarmörkin. Það var hætt að rigna, en ennþá blautt yfir.

Ég er enn hvorki búin að fá tilsögn í tækjunum né tíma í nuddi eða heilsuböðum. Eftir hádegi var svo stuttur fundur með Steinunni hjúkrunarfræðingi (Kóngulóarkonunni).


--
Það eru hátalarar inni á herbergjunum hérna og tvisvar á dag, í hádeginu og klukkan rúmlega tíu á kvöldin, er útvarpað slökunardagskrá inn á öll herbergin. Í fyrrakvöld var ég farin í háttinn klukkan hálf-tíu. Ég var svo sem ekkert búin að pæla neitt í hátalaranum, en það átti eftir að breytast, því um kl. 22:20 hrekk ég upp af værum blundi við það að slökunardagskráin fer í gang. Ég rýk á fætur og reyni að slökkva, en auðvitað er það ekki hægt, og ekki heldur að taka úr sambandi, því snúran er tengd inni í vegginn. Ég lækka því niður í tækinu, en heyri samt vel orðaskil, sem þýðir að ég gat ekki reynt að sofna í þær 20-30 mínútur sem dagskráin stóð. Það er ekki séns að ég geti notfært mér þessa slökun, því þetta er fólk sem talar eins og prestar sem eru að ræða um líf og mannkosti heiðursgestsins í jarðarför, með slepjulega vöggustofutónlist á bak við sig. Þetta endurtók sig síðan í gærkvöldi, og þá fór ég fram og talaði við næturvaktina. Þær gátu sjálfar ekkert heyrt og héldu að kerfið væri bilað. Þær ákváðu síðan að vera ekkert að útvarpa dagskránni þarna um kvöldið, en vitiði hvað: ég fékk mér kríu eftir hádegismatinn í dag, og fimm mínútum eftir að ég skreið upp í og var á leið inni í draumalandið fór slökunardagskráin af stað. Garg! Það væri hægt að nota þetta helvíti í heilaþvott!


Ég tók mig til og kvartaði við Steinunni á fundinum. Vona að eitthvað verði gert í málinu svo ég geti fengið minn fegrunarblund í nótt. Það væri lágmark að setja rofa á snúruna svo maður geti kveikt og slökkt á þessu. Vona að kenning mín um heilaþvott sé ekki rétt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð vinkona

Þessi slökunardagskrá er greinlega ekki að virka - enda skil ég ekki alveg tilganginn með því að neyða alla til að hlusta á svona lagað! Fólk er bara misjafnlega hrifið af "slepjulegri vöggutónlist" og ég er hjartanlega sammála þessu með rofann.

Dagskráin hljómar vel, það sem er komið í gangi á ég við. Mér heyrist þessi þolganga svipuð og hjá kraftgönguhópnum sem að ég hef verið að labba með, við höfum stundum labbað í skóginum við Reykjalund og þá upp og niður brekkur - þetta er fínasta hreyfing :)

Vona að þú komist sem fyrst í nudd og slökunarböð - ekki veitir þér af eftir þessa pirrandi slökunardagskrá ha ha ha :)

Bestu kveðjur,

Svava

Svava 11.9.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband