Fákurinn heltist (sprungið dekk nr. 1)

Við Kattaraugað í VatnsdalMynd: Bíllinn við Kattaraugað í Vatnsdalnum.

Ég var á leiðinni í bæinn aftur úr fjölskyldusamkomunni sem ég minntist á í næstsíðustu færslu og ákvað víkja út af þjóðvegi 1 og keyra hringinn í Vatnsdalnum. Veðrið var gott og ég var ekkert að flýta mér, og það var gaman að fara þennan hring þó vegurinn væri sannast sagna hreint hroðalegur á köflum. Ég komst þetta klakklaust og niður á þjóðveg aftur, en rétt áður en ég kom í Víðigerði upphófst mikið skrölt og læti aftur í bílnum. Það var eins og það væri ærsladraugur að rífa innréttinguna í sundur og leika sér að hrossabresti á sama tíma, og ég renndi því í hlað við sjoppuna til að athuga hvað væri að gerast. Viti menn: það var sprungið á öðru afturdekkinu.

Nú hófust aðrar hremmingar. Ég er fullfær um að skipta um dekk á bíl – hef gert það áður, meira að segja blindandi í niðamyrkri – en þarna var vandamál sem ég hafði ekki mætt áður: ég náði ekki með nokkru móti varadekkinu undan bílnum. Það er nefnilega tryggilega fest undir hann að aftan og vel varið gegn bæði þjófum og eigendum.

Dekkið ásamt festibúnaðinum er einfaldlega of þungt fyrir mig, því þegar maður er búinn að losa rærnar sem halda því föstu þarf að lyfta því upp af titt sem það er skrúfað niður á og færa til vinstri (ekki hægri, takk fyrir, eins og stendur í handbókinni) með handfanginu af tjakknum.

Ég var komin með malbiksmunstur á hnén og orðin skafin og blóðug á hnúunum og öskuill þegar ég loksins gafst upp og hringdi í pabba til að fá að vita hvenær ég mætti eiga von á honum og mömmu, en þau voru á eftir mér einhvers staðar. Þau skiluðu sér eftir um klukkutíma, og á meðan fór ég inn í sjoppuna og fékk mér að borða.

Þar fékk ég að vita að vertinn hefði verið að horfa á mig basla þarna úti og hefði verið að „bíða eftir að ég kæmi inn til að biðja um hjálp“. Ég held ég kommenti ekkert á svona hugsunarhátt, annað en að segja að ég hef lítið álit á fólki sem getur staðið og horft á mann eiga í greinilegu basli án þess að bjóða manni hjálp að fyrra bragði. Ég hefði að minnsta kosti farið og spurt hvort viðkomandi vildi aðstoð í sömu aðstæðum og ætla að vona að svo sé um fleiri.

Pabbi kom svo og hjálpaði mér að ná varadekkinu undan bílnum og ég komst klakklaust í bæinn. Dekkið var ónýtt og ég pungaði út 17 þúsund kalli fyrir nýtt. En þetta var ekki síðasta punktering sumarsins...

Save

Save


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 32498

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband