Landasöfnun og spurning um plebbahátt

Ég hef óskaplega gaman af að ferðast, og ekki síður ferðalaginu sjálfu en áfangastöðunum. Þeir skipta þó líka máli, og eitt af því sem ég hef gaman af er að safna nýjum stöðum, sérstaklega nýjum löndum. Það skiptir mig máli hvernig ég kem til lands – t.d. finnst mér það ekki að vera að koma til einhvers lands að millilenda þar og eyða nokkrum klukkutímum á einhverjum alþjóðaflugvelli og fljúga síðan burt. Þannig finnst mér ég t.d. ekki hafa komið til Frakklands þó ég hafi verið eytt nokkrum klukkutímum á Charles de Gaulle-flugvelli fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef varla komið til Belgíu, en þar var ég þó á akstri í einhvern tíma og steig a.m.k. tvisvar út úr bílnum.

Ég hef sett mér þá almennu reglu að til að teljast hafa komið til tiltekins lands, þá þurfi ég að hafa stigið fæti út undir bert loft þar (sem gerðist í Belgíu en ekki í Frakklandi), og helst hafa fengið mér eitthvað að borða þar og gert eitthvað sem mætti kalla samskipti við innfædda, þó ekki sé nema bara að fara inn í sjoppu til að kaupa mér vatn. Þetta síðasta tvennt gerði ég reyndar um borð í ferju til Englands úti fyrir strönd Belgíu, þannig að jú, Belgía á líklega heima á listanum (en þó í sviga því mér finnst ég ekki hafa komið þangað almennilega). Síðan er það bónus að hafa eytt nótt í landinu.

Ég var að leika mér að því um daginn að fylla út eitt af þessum gagnvirku kortum sem maður finnur á netinu þar sem maður merkir við lönd sem maður hefur komið til og það verður til kort þar sem þaworld-map-back-tattoo4.jpgu lönd eru sýnd og maður getur sett inn á blogg eða aðrar vefsíður. Sumir mundu kalla þetta mont – ég kalla það stolt yfir því hvert maður hefur farið, því ég er ekki í neinni keppni um að koma til sem flestra landa. Ég læt aðra um slíkt, t.d. þennan gaur sem gekk svo langt að láta húðflúra heimskort á bakið á sér og lætur fylla upp í hvert nýtt land sem hann kemur til.

Ég fyllti sem sagt út gagnvirkt kort af Evrópu til að sjá hvað ég hefði komið til margra landa og í ljós kom að ég hef gott tækifæri til að bæta við tveimur nýjum löndum á listann minn í fyrirhugaðri ferð, nefnilega Liechtenstein og Frakklandi. Það var alltaf ætlunin að fara til Frakkalnds í ferðinni - annað hvort sem aðaláfangastaðar eða þá að skjótast yfir landamærin til að stíga fæti á franska grund, anda að mér frönsku lofti og vonandi nota menntaskólafrönskuna mína smávegis og því er Strasbourg í Frakklandi inni á meginleiðinni sem ég dró upp í gegnum Þýskaland þegar ég fór fyrst að pæla í ferðinni.

Ég ætla að fara réttsælis hring um Þýskaland og byrja því á gamla Austur-Þýskalandi, því þangað hef ég ekki komið áður nema í helgarferð til Berlínar. Síðan á að aka í suður til Schwangau og þaðan til Bodensee/Konstanz og Freiburg, og síðan snúa norður á bóginn og taka Strasbourg á leiðinni til Heidelberg.

Þegar ég fór að skoða kortið sá ég að það tæki mig innan við einn dag út af leiðinni milli Schwangau og Konstanz að taka krók til Liechtenstein, þó reyndar sé ég að hugsa um að eyða nóttinni þar – er búin að finna fínt tjaldstæði þar til að gista á.

Ég fór að skoða upplýsingar um hvað væri hægt að sjá og gera í Liechtenstein, og komast að því að á tiltekinni ferðaspjallsíðu sem ég er fastagetur á virðist það viðhorf vera ríkjandi að Liechtenstein sé óspennandi og leiðinlegt land og eina ástæðan fyrir að fara þangað sé að strika það út af lista yfir lönd sem maður á eftir að heimsækja. Á milli línanna lá sú skoðun að það væru bara plebbar sem að safna löndum.

Nú spyr ég: er það plebbaskapur að hafa gaman af að ferðast til landa sem eru ekki í tísku og njóta þess að bæta þeim á listann yfir staði sem maður hefur komið á?

Er það þá heimsborgaraháttur að ræða ekki hvert maður hefur komið? Til hvers er maður þá eiginlega að ferðast ef það má ekki tala um það og vera stoltur af því?

Save

Save


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss það er enginn plebbaskapur að vilja leita uppi nýja áfangastaði og heimsækja ný lönd, sér í lagi er gamnað að koma á staði sem eru ekki vinsælir ferðamannastaðir. Ég myndi sko tvímælalaust koma við þarna í þínum sporum :)

Svava 20.10.2016 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband