...og svo eru það gluggatjöldin: 2. hluti

Uppsett aftari gluggatjöld.

Það þarf ekki bara gluggatjöld að framan, heldur líka fyrir afturgluggana, en uppsetningin á þeim er annars eðlis en á fremri tjöldunum.

Það þarf að vera auðvelt að taka afturtjöldin alveg frá gluggunum og þau mega ekki vera síð og flaksandi, því gluggarnir eru auðvitað í opnanlegum hurðum og maður vill ekki að tjöldin lendi í falsinu þegar maður lokar. Svo þarf líka að vera hægt að festa þau að neðan, því ég kem til með að sofa með hausinn upp við aðra hurðina og vil ekki lenda í glímu við gluggatjaldið í svefni.

Aftari gluggatjöldin, séð innan frá.

Við vorum fyrst að hugsa um að setja upp gardínugorma að ofan og neðan, sem væri hægt að losa með einu handtaki þegar á að keyra af stað og opna þannig útsýnið aftur úr. Síðan rakst ég á lausn (á netinu auðvitað) sem gerir það að verkum að það þarf ekkert að bora fyrir neinu: sterkir neódým seglar saumaðir inn í faldana á tjöldunum. Af því að bíllinn er úr málmi, þá mundu lítil og létt gluggatjöld haldast uppi með góðum seglum, sérstaklega af því að þau yrðu aldrei uppi á ferð.

Hins vegar, þegar ég fór að hugsa málið betur, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri kannski bara að líma upp franska rennilása til að halda tjöldunum. Ókosturinn við segla er nefnilega sá að af því ég sef með hausinn upp að öðrum glugganum, þá ætti ég allt of auðvelt með að rífa niður gluggatjaldið þeim megin ef það væri fest með segli.

Gallinn við að líma upp franska rennilása er auðvitað að það er hætta á að rífa þá niður ef "rennnt" er frá með sviptingum. Ég ætla nú samt að prófa þá fyrst. Ef hvorki franskir rennilásar né seglar duga er alltaf hægt að setja upp gorma seinna.

Ég fann bút af frönskum rennilás og skellti upp prufu með gólfteppalímbandi til að sjá hvort sú lausnin gæti gengið. Ég gaf þessu sólarhring til að jafna sig (límingin virðist styrkjast með tímanum) og prófaði síðan að losa helmingana af þeim franska frá hvorum öðrum. Límingin hélst fullkomnlega, og reyndar átti ég erfitt með að ná límbandsbútnum af.

Svo var bara að velja sér efni.Til greina koma að nota sama efnið og í fremri tjöldin, en það hafði þá vankanta að þá þurftu að vera miðjusaumar á tjöldunum, því það sem eftir varð af gluggatjöldunum sem ég saumaði þau úr var ekki nógu breitt.  Hinir kostirnir voru að nota afganginn af efninu sem for á panelinn yfir rúmbekknum, eða efnið sem ég ætla að nota í áklæðið á bekkinn. Endanleg lausn var að nota sama efnið og fór á rúmpanelinn, ásamt dökkrauðu efni sem ég átti á lager:

Efnin tvö.

Ég tók snið af gluggunum og saumaði tvöföld gluggatjöld sem smellpassa yfir gluggana. Svo fann ég fallega blúndu sem passaði við bæði efnin og lokar að mestu fyrir smávægilegan ljósleka meðfram gluggatjöldunum.

Tjöldin og rúmpanelinn.

Það þurfti að vanda til verks við þetta allt, og ég held að það hafi bara tekist nokkuð vel til.

Tekið úr fyrir gluggahitaratengjum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt! Sniðug lausn að nota franska rennilása til að festa gluggahlífarnar/tjöldin á sinn stað - og rauða efnið passar náttúrlega ljómandi vel við damasktjöldin :)

Svava 6.4.2015 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 32461

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband