...og svo eru það gluggatjöldin, 1. hluti

Það er bráðnauðsynlegt að setja upp tjöld í húsbílnum, annars vegar til að hafa fyrir afturgluggunum og hins vegar fyrir aftan framsætin. Maður vill jú ekki flassa nágrannana þegar maður er að hátta, svo ég tali ekki um þegar maður þarf að nota ferðaklósettið. Svo er alltaf til fólk sem finnur hjá sér þörf fyrir að gægjast á glugga og það finnst mér óþægileg tilhugsun.

Gluggatjöldin séð framan úr bílnum.

Besta lausnin fyrir þennan bíl var að setja upp gardínubraut fyrir aftan sætin. Uppsetningin á henni var ekkert mál, enda er sveigjan á loftinu ekki meiri en svo að það þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að beygja brautina fyrirfram, heldur sjá skrúfurnar alveg um að halda henni eins og hún á að vera.

Það var vitað að gluggatjöldin þyrftu helst að vera úr myrkvunardúk eða þykku, dökku efni. Helst vildi ég einhvern annan lit en svartan eða dökkbrúnan, og lausnin, a.m.k. til að byrja með, var að endurnýta þykk, rauð damask-gluggatjöld sem ég átti inni í skáp en var hætt að nota. Þau tóna líka vel við rauðu panelplötuna. Ég saumaði mér þessi líka fínu tjöld úr þeim:

Tjöldin séð aftanu úr bílnum

Það þarf að vera hægt að festa tjöldin út í hliðarnar á bílnum, framan við rennihurðirnar, þegar það er dregið fyrir, bæði til að komast hjá ljósleka og eins til að það sjáist ekki inn. Bíllinn er nefnilega um 30 cm breiðari niðri við gólf en hann er upp við þakið þar sem tjöldin eru fest, og því þarf að halda þeim út í hliðarnar með einhverju móti.

Lausnin á því er einföld: það eru skrúfugöt á réttum stöðum (eftir þilið sem var á milli flutningsrýmisins og bílstjórarýmisins). Þar er ætlunin að koma fyrir skrúfum eða róm með breiðum haus og sauma annað hvort hnappagöt í gluggatjöldin eða setja á þau litlar lykkjur sem er hægt að nota til að hneppa tjöldunum upp á skrúfuhausana. Svo á ég þetta líka fína gluggatjaldahengi með dúsk, sem ég get notað til að halda tjaldinu frá þegar ég er á ferðinni.

Séð inn í bílinn að aftan

Fyrir afturgluggana þurfa líka að koma tjöld, en ég er ekki byrjuð á þeim. Ég hugsa að ég geri átak í að klára allan nauðsynlegan saumaskap yfir páskana.

 dsc01417.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi rauðu damask(glugga)tjöld er mjög flott og passa ljómandi vel við bílinn :)

Svava 6.4.2015 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 32539

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband