Bekkurinn er tilbúinn

Jæja, loksins hef ég fréttir að færa af húsbílaframkvæmdum. Það miðar nú allt í áttina að verklokum og það eina stóra sem nú er eftir er að ganga frá rafmagninu.

Pabbi er búinn að vera að dunda sér við framkvæmdir og kláraði bekkinn, þ.e. setti upp skilrúm inni í kassanum, sem styrkja hann og gera auðveldara að skipuleggja geymslu á hlutunum, og svo festi hann hurð fyrir klósetthólfið.

Síðan framkvæmdum við skurðaðgerð á dýnunni góðu

dsc01309.jpg

 

Það þurfti að mjókka hana aðeins og taka úr henni á tveimur stöðum til að hún félli alveg upp að veggnum í bílnum:

dsc01310.jpg

Svona lítur Tempur-dýna út þegar búið er að taka hana úr nærfötunum:

dsc01306.jpg

Efra lagið er þessi frægi geimfarasvampur sem gerir dýnurnar dýrar, og neðra lagið er venjulegur dýnusvampur, sem gefur dýnunni aukna þykkt.

Nú er bara eftir að þvo ytri klæðninguna sem fylgdi dýnunni og sauma áklæði á hana. Það verður nokkurs konar teygjulak úr þykku og slitsterku áklæðisefni sem hylur efra byrðið og hliðarnar á dýnunni og ver hana fyrir skít og skemmtum. Svo kemur venjulegt lak þar ofan á þegar bekkurinn skiptir um hlutverk úr setbekk í svefnbekk.

Dýnan (á nærfötunum) áður en við byrjuðum að skera:

dsc01305.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að halda "innflutningspartý" eða "kíkt-á-kaggann" uppákomu svona þegar bíllinn er tilbúinn :)

Svava 10.3.2015 kl. 11:10

2 Smámynd: JG

Ég gerið það, svona fyrir vini og vandamenn.

JG, 10.3.2015 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 32538

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband