Tannraunir

Ég minntist um daginn í framhjáhlaupi á að ég væri með tannsýkingu. Ég fór til tannlæknis, sem setti mig á fúkkalyf og sendi mig til sérfræðings. Sá úrskurðaði að ég væri með sprungu í tönn þar sem gróssa bakteríur sem valda sýkingunni, og að tönnin væri mér í rauninni ónýt, því það væri næsta ómögulegt að komast alveg fyrir sýkinguna. Þetta er tönnin á milli vinstri framtannarinnar og augntannarinnar, sem báðar eru heilar og því ekki ráðlegt að setja upp brú. Sem betur fer er sársaukinn minniháttar, sennilega af því að tönnin er rótfyllt og því er engin sýking í rótinni sjálfri, heldur "bara" í holdinu umhverfis hana.

Mér er sagt að það eina sem dugi sé að draga tannskrattann úr og setja upp gervitönn. Sú yrði skrúfuð upp í góminn með títaníumskrúfu. Til þess þarf að taka beinbút (sennilega úr neðri kjálkanum á mér) og græða hann upp í efri góminn og láta hann gróa fastan til að hægt sé að koma skrúfunni fyrir. (Þarna hefði komið sér vel að geta notað stofnfrumur).

Sérfræðingurinn sagði mér að þetta þyrfti af því að ég væri með "ídeal" góm, þ.e. beinið væri þunnt og nett. Það er lítil huggun að vera með "ídeal" góm þegar það gerir það að verkum að ég gæti þurft að ganga um annað hvort með áberandi skarð í brosinu eða bráðabirgðatönn á meðan ígrædda beinið er að gróa fast, og svo þarf að gera skurðaðgerð á mér til að ná í umrætt bein.

Gaman gaman (ekki).

Þetta verður

a) dýrt

b) tímafrekt

c) dýrt

d) sársaukafullt

e) dýrt.

 

Einn vinnufélagi minn er að fá svona og er búinn að borga um hálfa milljón fyrir. Þetta er sko ekki fyrir blanka. Hvar er Tryggingastofnun þegar maður þarf á henni að halda?

Sem betur fer er hægt að fá einhverja styrki frá stéttarfélögunum. Þarf að athuga hverju mikið áður en ég fer út í þetta.

Ég hringdi vongóð upp á tannlæknadeild HÍ (þar sem tönnin var rótfyllt á sínum tíma) til að athuga hvort ég kæmist í svona aðgerð þar, því þar er nefnilega bara rukkað fyrir efniskostnað, ekki vinnu. Mér var sagt að hringja aftur í ágúst. Það væri nefnilega allt fullt út önnina, enda er þetta vinsæl þjónusta.

Ég á tíma hjá tannlækninum á morgun. Vona bara að hann geti drepið sýkinguna niður nógu lengi til að kaupa bévítans tönninni aðeins lengri líftíma þannig að ég komist kannski inn hjá tannlæknadeildinni í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 32512

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband