Hver haldiði að hafi fengið klósett í jólagjöf?

JólagjafirnarHver önnur en ykkar einlæg? Ég fékk sem sagt ferðaklósett frá foreldrunum – og þau sem voru búin að lýsa því yfir og lofa hátíðlega að ég fengi bara eitthvað lítið í jólagjöf þetta árið. Þetta var hins vegar bæði stór gjöf og dýr. Ekki að ég sé neitt að kvarta...

 

Ég held reyndar að ég hafi aldrei fengið eins mikið af gagnlegum gjöfum og þessi jól – og verið jafn ánægð með þær. Næstum allar gjafirnar sem ég fékk tengjast húsbílnum á einhvern hátt, og hinar eru gagnlegar líka. Ég fékk, fyrir utan klósettið, ferðagashellu, bílslökkvitæki, rafgeymabox og með því brúsa af sótthreinsivökva fyrir klósettið (líka frá foreldrunum) og ferðahandbókina 155 Ísland: Áfangastaðir í alfaraleið. Þar fyrir utan fékk ég borvél og tvö súkkulaðistykki.

 

Borvélin er áhald sem ætti að vera til á öllum heimilum og borvélin mín gamla var orðin slitin og léleg þannig að þetta var eðalgjöf. Nú get ég aftur farið að hengja upp myndir af fullum krafti. Svo er fátt matarkyns sem gleður sálina jafn mikið og gott súkkulaði.

Nú klæjar mig bara í puttana að hefja aftur framkvæmdir við bílinn, en það verður víst að bíða þess að það hlýni aðeins og versta snjóinn taki upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 32488

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband