Jæja, það var ekki allt of slæmt

Bíllinn minn fór í lesningu í gær. Í ljós kom að kertin voru orðin mjög léleg, og svo kom svörun frá tveimur háspennukeflum. Það hafði lítil áhrif að skipta um kertin, þannig að keflin eru næst.

Vonandi kemst kerran í lag í dag eða á morgun, nema pabbi ákveði að panta keflin í gegnum eBay. Þá er aldrei að vita hvenær þau skila sér. Sama er mér, það er fínt að vera á jeppanum í færðinni sem er á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana (hann lánaði mér sem sagt jeppann og ég er mjög þakklát fyrir að þurfa ekki að labba í vinnuna í öllum ruðningunum).

Hvert kefli kostar rétt tæp 20 þúsund, þannig að það er ekki of slæmt, sérstaklega þegar hugsað er til þess að ég þarf ekki að láta setja þau í á verkstæði. Það er svo einstaklega gott að hafa laghentan mann í fjölskyldunni.

Bætt við í hádeginu: Bíllinn er kominn í lag, jibbí! Hef bílaskipti við pabba eftir vinnu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 32461

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband