Meira um lista

Hér er ég komin aftur, eftir frábæra en lýjandi helgi í London. Tel mig heppna með að hafa sloppið með geðheilsuna í lagi eftir tvo klukkutíma í jólaösinni á Oxford-stræti. Og þetta á bara eftir að versna eftir því sem líður á aðventuna. En snúum okkur að efninu:

Tilgangurinn með listunum sem ég skrifaði um á mánudaginn fyrir viku er að vita nokkuð nákvæmlega hvað ég á af því sem þarf í bílinn eða er gott að hafa í honum og hvað ég þarf að útvega mér. Mér finnst nefnilega að það sé betra að dreifa öllum kostnaði eins og hægt er og kaupa dýrari hluti eins og t.d. ferðaklósettið og dýnuna í rúmið ekki á sama tíma. Þannig get ég borgað sem mest beint út af launareikningnum mínum en þarf ekki að ganga óþarflega á spariféð. Ég er nefnilega að safna fyrir utanlandsferð með bílinn sem skal farin þegar reynsla er komin á hann, sennilega sumarið 2016 eða 2017, og ég geri fastlega ráð fyrir að sú reisa geti kostað á bilinu 2-300 þúsund krónur þegar allt er tekið saman, ca. 100 þúsund í fargjöld með Norrænu og restin í ferða-, matar- og gistikostnað (það kostar nefnilega að leggja húsbíl á lokuðu svæði). Önnur innkaup gætu svo bæst við.

Ég byrjaði á að semja eigin lista og skoðaði síðan þá sem eru taldir upp hérna að neðan og pikkaði út af þeim það sem ég hafði gleymt eða ekki dottið í hug.

Þessir listar eru sýnilega ætlaðir fyrir stærri bíla, t.d. eru hlutir á sumum þeirra sem benda til þess að bílar höfundanna séu búnir alls konar tækjum sem vantar í minn bíl, svo sem  bakarofnum, örbylgjuofnum, frystum og stórum ískápum, svo ekki sé minnst á umtalsvert meira geymslupláss. Þeir hentuðu mér því ekki í heild sinni, en henta kannski betur en minn listi fyrir þá sem eiga stóra húsbíla þar sem slíkur búnaður kemst fyrir.

Hér eru listarnir (allir á ensku):

Our tour. Þetta eru nokkrir listar - ég fór bara í þann hluta sem við átti. Hérna er listi yfir alla listana sem þau bjóða upp á.

 Ég notaði nokkra af listunum hérna undir yfirskriftinni Supplies RVers Generally Like To Have On-Board At All Times.

Svo fann ég þennan, sem var mjög gagnlegur.

 Ég ætla ekki að birta mína lista fyrr en mér finnst þeir vera nálægt því að vera fullbúnir. Hugsa að ég setji þá á Google Drive þannig að hægt verði að skoða þá út frá ýmsum forsendum og prenta þá út sem tékklista.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband