Húsbílaupplifun fyrir byrjendur

Volkswagen Caddy er til í ýmsum útfærslum. Grunngerðirnar eru skutlur í tveimur stærðum: Caddy og Caddy Maxi. Báða er hægt að fá í fólksbílaútfærslu, fimm sæta og sjö sæta. Svo er það Tramper-útfærslan. Hann byggist á fimm sæta Caddy-fólksbílaútfærslu með stórt farangursrými. Þessi bíll er ýmist kallaður Caddy (Maxi) Tramper eða Life Tramper, sennilega eftir markaðssvæðum. 

 

vw_tramper.jpgTramperinn er útilegubíll. Ég mundi ekki kalla hann húsbíl, því mér finnst að til að kallast húsbíll þurfi bíll ekki bara að búa yfir svefnaðstöðu, heldur líka einhvers konar fastri innréttingu og helstu þægindum, s.s. eldunaraðstöðu og kæliboxi/ískáp, og helst vaski og klósetti.


Þó að allt þetta (nema innréttinguna) megi setja í Tramperinn (kæliboxið fylgir honum reyndar frá framleiðanda), þá er erfitt að nota það inni í bílnum og það þarf að ganga frá því eftir notkun, rétt eins og maður væri í tjaldi eða tjaldvagni.


Sætin leggjast fram og ofan á þau leggst dýna og þá er komið rúm. Undir því er geymsla. Þar má finna kælibox, útileguborð og tvo stóla, og annan búnað sem fylgir bílnum, s.s. gardínur og mjúk geymsluhólf sem er hneppt innan á veggina. Líka fylgir bílnum fortjald og svo er hægt að fá sóllúgu og mér sýnist líka vera hægt að fá hækkanlegan topp.


Þessir bílar eru ekki til hjá Heklu og mér vitandi er enginn slíkur í notkun hér á landi, en þeir geta sérpantað þá fyrir þá sem vilja.

Þetta er flottur fyrsti kostur fyrir fólk sem vill fá að prófa húsbílalífið án þess að eyða allt of mörgum milljónum í að kaupa innréttaðan húsbíl, því það er lítið mál að taka úr honum útilegubúnaðinn og nota hann sem fjölskyldubíl á milli ferðalaga.

Hér er umsögn. Og myndir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband