Mánudagur, 12. janúar 2009
Dagur 2
Jæja,þá er maður búinn að fara í vigtunina ógurlegu, og niðurstaðan var bara nokkuð ánægjuleg: ég er lítilsháttar léttari en ég var þegar ég fór héðan í haust. Ég var reyndar búin að léttast um ca. 1,5 kíló í millitíðinni, en svo komu jólin...
Við erum bara 3 sem erum mætt - ein er veik, af tveimur hefur ekkert heyrst, og tvennt er hætt.
Ég er komin með greiningu á ökklaverk sem hefur hrjáð mig frá því ég kom heim eftir jólin: beinhimnubólga. Verð því að fá sérhannaða æfingadagskrá, enda get ég hvorki synt né gengið þolgöngu sársaukalaust. Fór því í göngu nr. 2 í morgun í staðinn fyrir göngu nr. 3. Ganga 2 fer rólega og bara á jafnsléttu, og hentaði mér ágætlega, en ég fann að ég hefði ekki getað farið í brekkurnar í göngu nr. 3. Fer til sjúkraþjálfarans á morgun til að finna út úr því.
Ég er ánægð með að þessi endurkoma skuli vera svona nálægt jólunum, því það er gott að geta trappað sig niður eftir allt súkkulaðið, smákökurnar, og veislumatinn.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 32977
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú stendur þig eins og hetja Jóhanna og ég er yfirmáta montin af þér :)
Sko mína :)
Stuðningskveðjur úr reykvískum kulda,
Svava
Svava 12.1.2009 kl. 13:06
Sæl Jóhanna mín og takk fyrir síðast,
Gangi þér vel, tek undir að það er örugglega gott að endurkoman skuli vera svona nálægt jólunum, erfitt að koma sér í gírinn núna án aðstoðar.
Bestu kveðjur,
Anna Kap.
Anna Kapitola 13.1.2009 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.