Dagur 3

Það er að verða komið á mann skipulag: leikfimi eða vatnsleikfimi kl. 8:10, ganga kl. 11:00, og svo fræðslufundir og viðtöl hjá hinum og þessum fræðingum. Er búin að fá tíma í nuddi á fimmtudaginn.

Í gær fór ég á Selfoss og hitti þar bíl - Toyota Avensis, árg. 2002, sem mér leist andsk. vel á, ekki síst verðið: 890 þús. Í dag fór ég svo og skoðaði hann betur og fékk að reynsluaka, og er búin að gera tilboð, og fá móttilboð. Það hljóðar upp á bílinn minn, sem ætti að geta selst á um 300 þús., og 540 þús. í peningum, sem þýðir að mín fjárútlát yrðu nærri 580 þús. með sölulaunum, plús það þarf að kaupa undir hann ný dekk.

Reynsluaksturinn var ógnvekjandi í meira lagi, enda hríð og skaðræðishálka og bíllinn á frekar slitnum heilsársdekkjum. Verð að bíða til morguns eftir því að fá að vita hvort salan gengur í gegn, af því að sá sem ég var að prútta við er ekki eigandinn - hann þarf að fá samþykki pabba síns fyrir dílnum. Bíllinn fer í skoðun í fyrramálið, og þá fæ ég kannski eitthvað sem gefur mér séns á að prútta hann niður. Wish me luck!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 32465

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband