Nýjasta nýtt um húsbílinn...

...eða öllu heldur um fengna reynslu af honum og hverning ég er smám saman að undirbúa mig fyrir lengra ferðalag en eina helgi.

Ég veit að bloggið er ekki komið það langt, en ég er búin að fara í ferðalög á bílnum um hverja helgi síðan ég fékk hann tilbúinn í hendurnar. Þessar ferðir hafa verið bæði til gagns og gamans, og ég hef verið að finna út hverning búnaðurinn og plássið nýtast.

Ein niðurstaðan var sú að ég held að dúnsængin mín verði í bílnum í sumar. Mér nægir alveg létt sumarsæng inni í íbúð þar til nætur fara að kólna aftur. Þetta sparar burð á sænginni upp og niður stigana heima hjá mér, þó ég sé reyndar ennþá að drösla koddunum með mér. Annað er að ég get vel haft föt til skiptanna úti í bíl, sem sparar burð á þeim fyrir og eftir hverja ferð.

Svo þarf ég líka minna af mataráhöldum en ég hélt - ég held að það sé alveg vitað mál að ég t.d. verð ekkert að steikja pönnukökur, þeyta rjóma eða elda eitthvað flókið: ég sýð í mesta lagi pasta eða hrísgrjón og tek þá frekar með mér afganga af elduðum mat og borða kalt eða hita upp.

Ég uppgötvaði í vetur hinar frábæru Sistema-vörur og keypti mér stórt nestisbox, tvær litlar dollur með skrúfuðum lokum (hvor um sig rúmar t.d. eitt stórt egg) og súpukönnu með vökvaþéttu loki sem er tilvalin undir súpu eða kássu sem maður getur svo hellt í pott og hitað upp á gashellunni, nú eða notað undir annað fljótandi, s.s. súrmjólk sem maður getur borðað beint upp úr ílátinu.

21107_soup_togo.jpg

 

Eitt sem var mér til ama var skröltið í mataráhöldunum ofan í skúffu. Ég var með þau í plastíláti og tusku með til að halda þeim í skefjum, en þau skröltu samt, sérstaklega á malarvegum. Ég tók þau því inn og bjó til áhaldavefju:

dsc01669.jpg

Þetta er ekkert sérstaklega „lekkert“, en gerir sitt gagn. Svo er hægt að nota hana sem viskastykki ef þau klárast hjá mér.

Hér er önnur mynd sem sýnir inn í hana:

dsc01668.jpg

Og já, þetta er gamalt viskastykki.Ég fer kannski út í að sauma eitthvað endingarbetra þegar það er komin reynsla á þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær lausn - ekkert að því að nota gamalt viskastykki í þetta, mér finnst það bráðsniðugt og ljómandi fallegt :)

Svava 6.7.2015 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 32463

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband