Í framhaldi af seinni póstinum frá því í gær

Ég setti sem sagt inn nýja prófílmynd á tumblr bloggið mitt fyrir um hálfum mánuði síðan. Hún sýnir efri partinn á andlitinu á mér með neðri hlutann falinn á bak við bók, og bert höfuðleðrið fyrir ofan - reyndar sama prófílmynd og ég nota hér, nema það sést í meira af hausnum. Ég birti hana líka í bloggfærslu, ásamt mynd tekinni beint ofan á nýrakaðan kollinn á mér.

Ég vissi svo sem að skallblætiliðið mundi fyrr eða síðar taka við sér, hafði enda fundið slatta af svoleiðis bloggum þegar ég var að leita mér upplýsinga um hvernig væri best að viðhalda lúkkinu (skafa vs. klippur vs. rakvél) og fara að í sambandi við rakakrem vs. hárnæringu, hausþvott með sjampói vs. sápu og annað slíkt.Það komu nokkur læk og nokkur endurblogg, og svo hélt ég að það væri búið.

Mér er alveg sama um þetta, en í gær var ég svo að skoða listann yfir læk og endurblogg á færslum og nýja fylgjendur, og rak þá augun í að skallamyndin hafði verið endurblogguð á klámblogg. Það var hrollur, og hann ekki góður. En þetta er auðvitað víti til varnaðar þeim sem pósta myndum á netið.

Í morgun var svo komið aðdáendabréf. Hvort það kom í gegnum klámsíðuna, blætisíðu eða út af leit, það veit ég ekki. Ég veit heldur ekki alveg hvort ég þori að svara því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að þetta nýja look vekur mikla athygli...en þetta nýjasta twist er nú full mikið af því góða ;) Skil sko mæta vel að þú hafir fengið hroll.

Svava 6.7.2015 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 32494

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband