Rafmagn og panelplötur

Pabbi er búinn að dunda sér við að draga rafmagnsvíra í bílinn og er búinn að kaupa rafgeymi og setja upp öryggjabox og rafmagnsinnstungur. Þær efri eru fyrir 12v bílarafmagn (um kveikjaraklær) og þær neðri fyrir 220v húsarafmagn, sem mun koma sér vel þegar ég kem í næturstað þar sem er hægt að tengjast húsarafmagni. Þær eru í hólfinu þar sem kæliboxið verður staðsett, enda er kæliboxið eina raftækið sem verður stöðugt í sambandi við rafmagn á meðan ég er á ferðalagi.

dsc01332.jpg

Nú vantar mig bara langa, vatnsþétta framlengingarsnúru.

Svo er ég búin að klára tvær panelplötur til viðbótar við þá rauðu. Hér er krítartaflan, nýmáluð og fín. Krítartöflumálning fæst í sumum föndurbúðum og flestum málningarvöruverslunum. Þessa fékk ég í Litir og Föndur:

dsc01335.jpg

 

Hér er hún uppsett:

dsc01350.jpg

 

Sú með beykiáferðinni og blúndunum (sjá næstu mynd) er myndaborð. Myndirnar er festar við blúndurnar með litlum klemmum:

dsc01345.jpg

 

Svo skilaði sér leslampinn góði sem við pöntuðum hjá vini okkar Ali í Kína:

dsc01343.jpg

Mér líst svei mér bara enn betur á gripinn núna þegar ég hef getað handleikið hann:

dsc01344.jpg

Hann fer upp fyrir ofan höfðalagið á rúminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kínverska kaupfélagið stendur alltaf fyrir sínu - lampinn er flottur!

Svava 17.3.2015 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 32540

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband