Að breyta sendiferðabíl í húsbíl, 6. hluti

Við tókum til handanna í fyrradag og í gær og erum næstum búin með rúmbekkinn. Skilrúmin á milli hólfanna innan í bekknum - sem eru líka stuðningur við rúmbotninn - eru komin upp, og líka botninn sjálfur, og við erum svo til búin að saga til langhliðina í bekkinn. Hún er úr plötu af beykilímtré, sem er selt sem hillu- og borðefni. Ég ætlaði fyrst að kaupa eik, en þegar á hólminn (þ.e. í Bauhaus) var komið, þá leist mér betur á beykið. Enda er allt í lagi að hafa smá tilbreytingu - það er nefnilega eikarparkett á gólfinu í íbúðinni hjá mér og sumt af húsgögnunum er líka úr eik. 

Það sem upp á vantar er að útbúa hurðina fyrir klósetthólfið, setja upp stuðning undir rúmbotninn í þeim endanum sem snýr að afturhurðinni, og festa hliðarplötuna. Sennilega bíðum við með það síðasta þar til gólfklæðningin er komin á, enda þarf að taka rúmið upp áður en það er gert. Svo sátum við heillengi á bekknum og pældum og mældum fyrir eldhúsinnréttingunni. Nú er nefnilega orðið þægilegt að tylla sér aftur í bílinn ef maður passar að setjast á rúmbotninn þar sem skilplata er undir. Loks var farin önnur ferð í Bauhaus og keyptar þrjár beykiplötur til viðbótar. Við ætlum nefnilega aðeins að byrja á innréttingunni eftir hádegi í dag.

Það hefði verið ódýrara að kaupa spóna-, MDF- eða krossviðarplötur, plast- eða melamínhúðaðar eða lakkaðar, en gegnheill viður er fallegri og endingarbetri.

Hér eru nokkrar myndir frá framkvæmdunum:

Pabbi gerir lokamælingar á föstu plötunni í rúmbotninum:

Pabbi gerir lokamælingar á föstu plötunni í rúmbotninum.

 

Plöturnar sem þilja af hólfin undir bekknum og styðja við rúmbotninn:

Plöturnar sem þilja af hólfin undir bekknum og styðja við rúmbotninn.

Festingarnar fyrir plöturnar. Hliðin verður fest við þær með fleiri vinklum:

Festingarnar fyrir plöturnar. Hliðin verður fest við þær með fleiri vinklum.

Opnanlegi hluti rúmbotnsins festur við með blaðlöm:

Rúmbotninn festur við með blaðlöm.

 

Beykiplatan komin í hliðina. Opna hólfið er fyrir ferðaklósettið. Síðustu áfangarnir í smíðinni á rúmbekknum verða að útbúa hurðina fyrir þetta hólf og setja upp stuðning við höfuðgaflinn, og síðan verður krossviðurinn lakkaður og beykið olíuborið:

Beykiplatan komin í hliðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt!

Svava 17.11.2014 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 32541

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband