Nú er komið að því sem alltaf reynist mér erfitt

Nefnilega að velja lesefni fyrir ferðina. Þetta er alvarlegt mál þegar maður er jafn mikill lestrarhestur og ég, sem les 100 blaðsíður á klukkutímann á ensku og enn hraðar á íslensku og píni mig ekki til að klára leiðinlegar bækur. Núna er valið enn erfiðara en ella, því fyrir utan að velja læsilegar bækur þarf ég líka að velja bækur sem ég vil ekki eiga áfram eftir lestur. Þetta er vegna þess að mig langar ekkert að burðast í 5 vikur með bunka af bókum sem ég er búin að lesa, heldur vil ég geta býttað þeim fyrir aðrar bækur.

 Það er um að gera að velja fjölbreytt lesefni, og ekki bækur sem eru mjög þungar eða þykkar, því það verður erfitt að halda á þeim til lengdar í flugvélinni. Valið stendur núna á milli spennu-ástarsögu, 3 glæpasagna, alvarlegrar skáldsögu sem gerist á Indlandi, hæðinnar skáldsögu sem gerist á Bretlandi, og bókar um þýðingafræði sem mig hefur lengi langað til að lesa. Af þessum bókum þarf ég að velja þrjár til að taka með mér.

 

Eftir að ég skrifaði ofangreint skrapp ég út og fór í Góða hirðinn, svona af gömlum vana, og heppin var ég: einhver hafði gefið hirðinum stærðarinnar bunka af vasabrotsútgáfum af bókum Terry Pratchett. Ég á allar bækurnar hans nema þrjár, allar nema tvær í harðspjaldaútgáfum = ekki gott að taka þær með í ferðalög. Þarna fann ég eina bókina sem mig vantaði – vísindaskáldsögu frá því áður en Diskheimur varð til – en það besta var að ég fékk aukaeintak af Good Omens, sem ég er búin að lesa í tætlur, og svo valdi ég mér tvær í viðbótar til að taka með í flugið. Síðan ætla ég að velja eina eða tvær af hinum bókunum, og þá er ég tilbúin til brottfarar. Jibbí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst ljómandi vel á þennan bókakost - sérstaklega á Pratchett :)

Svava 26.10.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: JG

Nema ekki hvað?

JG, 27.10.2009 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 32496

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband