Ógeðslega dýrt en lífsnauðsynlegt

Arrrggghhhhh!

Þetta er alltaf að verða dýrara. Ég fékk lyfseðil fyrir malaríulyfinu Malarone hjá heimilislækninum mínum, en þegar ég ætlaði að leysa það út reyndist það vera of lítill skammtur, þannig að ég fór á heilusgæslustöðina og fékk viðbót. Læknirinn sem ég talaði við þar tók andköf þegar hann var að útbúa lyfseðilinn í tölvunni og minntist á að lyfið væri dýrt, næstum 700 kr. taflan, eða um 35 þúsund krónur skammturinn sem ég þarf. Og ég sem hélt að magalyfið mitt væri dýrt með ca. 260 kr á pilluna!

Þetta er ekki gott því ég þarf líka að leysa út magalyf upp á um 6 þús. kr. (þökk sé framleiðendum fyrir samheitalyf - upprunalega lyfið kostar um 26 þús. fyrir 98 daga skammt) og pilluna upp á ca. 4 þús. kr., því hana tek ég út í eitt á ferðalögum til að sleppa við að vera á túr á meðan ég ferðast.

Ég get ekki keypt bara einn skammt af Malarone og fengið restina ódýrari úti, því samkvæmt tiltölulega áræðanlegum heimildum fæst lyfið ekki á staðnum og það er svo nýtt að samheitalyf virðast ekki vera komin til sögunnar. Það þykir hins vegar mjög gott því að lítið er um aukaverkanir.

Þegar svona kemur fyrir borgar sig að rannsaka málin betur áður en maður borgar, þannig að mín fór á netið og fann tvö önnur lyf sem henta fyrir þetta svæði: Lariam/Mefloquine, og Doxycycline. Af þessum tveimur er hið fyrra ekki árennilegur kostur, hefur alvarlegar aukaverkanir hjá of stóru hlutfalli notenda til að ég leggi í það, en þær felast m.a. í ofskynjunum og skapsveiflum. Hitt hefur aftur á móti lágt hlutfall alvarlegra aukaverkana, og skammturinn sem mig vantar kostar um 9 þúsund kr. hérna heima. Best er að það fæst úti, ég held meira að segja án lyfseðils. Ég er nokkuð viss um að þetta er lyfið sem ég tók síðast og ég man ekki eftir að hafa fundið fyrir aukaverkunum, þannig að þeirra vegna er ég til í að taka það.

Svona til vonar og vara sendi ég tölvupóst á ferðavernd.is og spurðist fyrir um muninn, vil vera viss um að ég sé að gera rétt með því að taka ódýrari kostinn.

Það hefur aldrei hvarflað að mér að sleppa malaríulyfinu og verja mig bara með DEET, því að malaría getur verið banvæn: hún er 8 algengasta dánarorsökin í heiminum, og samt finnst hún varla í tveimur af heimsálfunum. Vona bara að ég fái ekki Dengue-sótt í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband