Dagur 4

Dagskráin gengur vel, þó reyndar hafi orðið ruglingur varðandi heilsubaðið mitt í dag og ég ekki komist ofan í fyrr en korteri of seint, en betra er seint en aldrei, eins og máltækið segir, og ég er ennþá vel afslöppuð og mjúk eftir baðið.

Í morgun fór ég og lærði stafagöngu, sem er íþrótt upprunnin í Finnlandi, fundin upp, að því er mér skilst, af þjálfurum finnska gönguskíðalandsliðsins til að halda liðsmönnum í formi yfir sumarið. Þetta er mikil list: maður þarf að vera með stafi af réttri lengd, og svo þarf maður að ná réttum takti og passa sig á að sveifla ekki stöfunum of mikið. Svona getur maður þjálfað efri hluta líkamans með þeim efri með göngum, og jafnfram eykur þetta brennslu til muna. Ætla að prófa að taka með mér stafi í gönguna í fyrramálið. Líðanin í ökklanum er orðin það mikið skárri eftir nudd og lasermeðferð að ég ætla að prófa göngu 3 á morgun.

Hér er mikið af fólki - reyndar skilst mér að það sé skipað í hvert herbergi, og ein úr hópnum mínum sem ætlaði að vera í skáp á ódýra ganginum eins og ég lenti inni á Demantsströnd, með einkaklósett og síma og líklega er hún líka með sjónvarp, fyrir sama verð og dvöl á Sprengisandi.

Stofnunin notfærir sér fjölda gesta og heldur bingó í kvöld, og eiga peningarnir að renna til kaupa á reiðhjólum til afnota fyrir gestina. Ætli maður verði ekki að taka þátt, svona rétt af skyldurækni...

Annað er það helst í fréttum að ég er búin festa mér bílinn og fer á morgun til að ganga frá samningum og skiptum á bílum. Set mynd af kerrunni á netið þegar ég er búin að fá hann afhentan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En frábært Jóhanna - hlakka mikið til að sjá nýju eðalkerruna :)  Og ég á nú einhvers staðar svona stafi - spurning hvort við skellum okkur ekki saman í stafagöngu þegar þú kemur aftur í bæinn :)

Gangi þér vel áfram vinkona,

bestu kveðjur

Svava

Svava 15.1.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband