Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Dagur 3
Það er að verða komið á mann skipulag: leikfimi eða vatnsleikfimi kl. 8:10, ganga kl. 11:00, og svo fræðslufundir og viðtöl hjá hinum og þessum fræðingum. Er búin að fá tíma í nuddi á fimmtudaginn.
Í gær fór ég á Selfoss og hitti þar bíl - Toyota Avensis, árg. 2002, sem mér leist andsk. vel á, ekki síst verðið: 890 þús. Í dag fór ég svo og skoðaði hann betur og fékk að reynsluaka, og er búin að gera tilboð, og fá móttilboð. Það hljóðar upp á bílinn minn, sem ætti að geta selst á um 300 þús., og 540 þús. í peningum, sem þýðir að mín fjárútlát yrðu nærri 580 þús. með sölulaunum, plús það þarf að kaupa undir hann ný dekk.
Reynsluaksturinn var ógnvekjandi í meira lagi, enda hríð og skaðræðishálka og bíllinn á frekar slitnum heilsársdekkjum. Verð að bíða til morguns eftir því að fá að vita hvort salan gengur í gegn, af því að sá sem ég var að prútta við er ekki eigandinn - hann þarf að fá samþykki pabba síns fyrir dílnum. Bíllinn fer í skoðun í fyrramálið, og þá fæ ég kannski eitthvað sem gefur mér séns á að prútta hann niður. Wish me luck!
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 33055
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.