Dagur 23

Mér tókst að missa af þolgöngunni í dag af því að ég var í tíma hjá sálfræðingnum þegar hún byrjaði. Svo var ég núna að fá boðun í útskriftartíma hjá lækninum á föstudaginn, sem byrjar 10 mínútum á eftir kveðjufundinum. Það er nú orðin staðfest staðreynd að þetta fólk kann ekki að skipuleggja stundaskrár. (Ég tók góðan hring í tækjasalnum í staðinn fyrir gönguna).


Það virðist vera hætt að rigna í bili, en í staðinn næða um naprir heimskautavindar og snöggfrysta alla líkamshluta sem maður hefur óhulda í útiveru, þannig að það er kannski ágætt að ég missti af göngunni. Ef svona viðrar áfram á morgun þá hlakka ég ekki til sundtímans sem er á dagskránni, því hann fer fram í útilauginni og eyrun á mér eru viðkvæm fyrir kuli. Ég gæti neyðst til að vera með húfu ofan í lauginni. Það er líka farið að kólna á göngunum, sem er kannski allt í lagi fyrir svona vel einangruð eintök eins og mig, en verra fyrir kulvís gamalmennin sem eru meirihluti dvalargesta hérna.

Í dag var farið í hópferð í Bónus, þar sem við fengum kennslustund í að lesa út úr innihaldslýsingum á matvælaumbúðum, og Borghildur næringarfræðingur benti okkur á helstu gildrur í því sambandi. Matvælaframleiðendur eru mjög snjallir í að láta matinn virðast vera megrunarvænan, án þess að hann sé það. Sem dæmi má taka fínar sultur sem eru auglýstar að séu án viðbætts sykurs, en þegar maður fer að lesa á umbúðirnar kemur í ljós að það er af því að það er notaður ávaxtasykur í líki vínberjasafa til að sæta þær. Vissuð þið annars að gramm fyrir gramm eru jafn margar hitaeiningar í öllum sykri? (Sama á við um fitu og prótein, sama hvers eðlis sem það er). Það eina sem er gott við sultuna umræddu er að hún hentar sykursjúkum vel af því að ávaxtasykurinn fer ekki eins illa í þá og unninn sykur, en hvað megrunina varðar kemur í sama stað niður hvort valin er sykruð sulta eða án viðbætts sykurs. Maður á bara að borða minna af henni, og þá kemur þetta smám saman!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að bjóða ykkur upp á svona Bónus-leiðsögn! Verð að viðurkenna að ég er ein þeirra sem hef fallið fyrir því að kaupa sykurlausu sulturnar - þessar dýru í litlu krukkunum - á þeirri forsendu að ég sé að versla heilsuvörur!!  Hmm þarf greinilega að fá ráðgjöf hjá þér Jóhanna mín til að lesa mig í gegnum vörurnar...

Kv.

Svava

Svava 1.10.2008 kl. 07:38

2 Smámynd: JG

Málið með þessar dýru er að þær eru bara svoooo góðar að maður kaupir þær samt. Bara að nota minna!

JG, 1.10.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband