Dagur 22

Í dag er upphafið á síðustu vikunni, lokaspretturinn í þessari umferð. Svo tekur við sjálfstýrð dagskrá, og þá byrjar átakið fyrir alvöru. Það er auðvelt að halda sig við fasta dagskrá í svona hálfvegis lokuðu umhverfi eins og HNLFÍ, en þegar maður kemur aftur út í daglegt líf, með vinnu og öðrum skuldbindingum, þá fer róðurinn að þyngjast. Ég verð að segja að ég hef ekki fundið hjá mér mikla þörf fyrir a nasla á milli mála á meðan á þessu hefur staðið, en það er líka búið að fjarlægja flest áreitin sem valda þessum millimálaátköstum hjá mér, t.d. vinnuna. Það er eftir að sjá hvernig ég stend mig þegar heim kemur. Ég veit að ég mun líklega ekki léttast jafn hratt og ég hef gert hérna, en ég er ákveðin í að halda áfram að léttast, þó ekki sé nema um 1 kg. á mánuði út næsta ár.


Um helgina skrapp ég í JSB og líka í World Class í Laugardalnum og fékk að skoða aðstöðuna. Hvílíkur munur á tveimur stöðum! JSB er lítil stöð sem virkar mjög róleg og afslöppuð, á meðan World Class er hrikalega stór, glymur og hávaði, allt fullt af verslunum innandyra með dýrum sportvarningi (það er líka veitingasalur þarna), risastór tækjasalur, og ég sá ekki betur en að allir væru í spandexi og designer-skóm. Samt eru báðir staðirnir með sömu tækin og stundaskrárnar sýna svo fram á að tímar með þjálfurum eru bara svipað margir á báðum stöðum. Þar sem JSB er nær og virkar ekki nærri því eins stressuð og World Class, þá ætla ég að byrja á að fá mér mánaðarkort þar, til að prófa. Ef mér líkar vel, þá kaupi ég árskort, annars fer ég í World Class og prófa mánuð þar. Svo ef það hentar mér ekki, þá getur ég alltaf prófað Baðhúsið, eða jafnvel bara keypt mér kort í tækjasalinn hjá Gáska (þar sem ég er í sjúkraþjálfun) og árskort í sundlaugarnar.


Annað í fréttum er að það virðist vera hætt að rigna í bili, og ég geri mér vonir um að komast þurr í gönguna á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, sniðugt hjá þér að prófa svona ólíkar stöðvar. Eg er líka á því að JSB sé mun notalegri staður en WC - finnst síðarnefndi staðurinn alltaf líkjast risastórri verksmiðju þar sem allir iða í löngum röðum eins og lítil tannhjól...

Kv.

Svava

Svava 1.10.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 32464

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband