Þriðjudagur, 9. september 2008
Dagur 2, færsla 2
Kl. 20:00.
Hér er súld. Áðan þegar ég fór í sund var óvenjuleg rigning: hún var lóðrétt! Mjög notalegt að finna hana leika um líkamann á meðan maður gekk á milli lauganna, enda var hún ekki neitt sérstaklega köld. Ég afrekaði svo að synda heila 240 metra. Vona bara að ég vakni ekki upp með hálsríg í fyrramálið eins og hefur einstaka sinnum komið fyrir eftir sundferðir. Þyrfti að kaupa mér augndropa, því klórinn fer illa í augun á mér. Eða kannski að ég kaupi mér sundgleraugu, en bara ef ég finn einhver sem eru með ábyrgð gegn því að fyllast af vatni við eðlilega notkun.
Sundaðstaðan hérna er frábær. Það eru tvær sundlaugar, úti- og inni-, innilaugin er 15 metrar og ég giska á að útilaugin sé 25 metrar. Heitu pottarnir eru 3. Einn er bæði inni og úti og rúmar örugglega hátt í 30 manns. Annar hinna er með nuddi, ekki bara þessu venjulega, heldur er svæði þar sem maður getur lagst niður og látið hann nudda næstum allan skrokkinn á sér í einu. Svo eru það víxlböðin. Þar byrjar maður á að ganga eftir ca. hnédjúpu trogi í mjög heitu vatni, síðan eftir öðru trogi með 10-12°C heitu vatni, og endurtekur tvisvar. Kemur blóðrásinni vel af stað, en mann lagar helst að öskra þegar maður kemur með lappirnar ofan í kalda vatnið.Það er líka sána og gufubað (sem sagt, þurrt OG blautt), en ég er ekki búin að prófa það.
Ég er ekki búin að fá sérstundaskrána mína, en læknirinn ætlaði að setja mig í nudd og slökunarböð ofan á hópagskrána. Í fyrramálið byrja ég daginn með venjulegri leikfimi, og fer síðan í einhverja kynningartíma og viðtöl.
Meginflokkur: HNLFÍ | Aukaflokkar: heilsa, megrun | Facebook
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nudd og slökunarböð! Hljómar sko ekki illa!!!
Bestu kveðjur,
Svava
Svava 10.9.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.