Dagur -2

Ég er ekki ennþá komin austur, fer ekki fyrr en á mánudaginn þannig að þetta telst vera dagur -2. Ég er sem sagt á leiðinni á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, öðru nafni Heilsuhælið í Hveró, til að reyna að ná af mér einhverjum þessara allt of mörgu umfram kílóa sem hafa safnast utan á mig á síðustu 12 árum, eða síðan ég kom heim frá útlöndum 1996 eftir rúmlega 8 mánaða heimshornaflakk. Þá var ég 55 kíló, reyndar 20 kílóum léttari en þegar ég fór út 1995.

Samkvæmt BMI (Body Mas Index) eða líkamsþyngdarskalanum, á ég að vega á bilinu 50 til 68 kíló, með BMI upp á 18,5 til 25. Ég er með BMI upp á 37,5, sem telst vera offita, og veg 102 kíló samkvæmt vigtun í morgun.

Ég er ein af þessum sem þyngjast ekki jafnt og þétt, heldur í stökkum. Stökkin hafa næstum undantekningalaust staðist á við tímabil þegar ég hef lítið verið að hreyfa mig, t.d. veikindi, próflestur, ritgerðavinnu og þýðingaverkefni. Þyngdaraukningin hefur þá verið allt frá 1 og upp í 5 kíló í senn, yfir 1 til 6 vikna tímabil. Þess á milli hef ég náð að þyngjast um nokkur hundruð grömm í ofátsköstum sem koma annarsvegar vikuna á undan blæðingum og hins vegar í þunglyndis- og streituköstum, en í öllum þessum tilfellum sæki ég miskunnarlaust í sælgæti.

Pillan hefur hjálpað upp á fyrirtíðarspennuna og átið sem henni fylgir, og eftir að ég gerði mér grein fyrir því að ég væri þunglynd, þá hefur það át svo til stoppað. Ég á ennþá erfitt með mig þegar ég er stressuð, en ekki meira en svo að ég hef ekkert þyngst í um 18 mánuði.

Í vor ákvað ég að gera eitthvað í málinu, talaði við heimilislækninn minn og fékk tilvísum á HNLFÍ hjá henni, og komst inn í meðferð sem er að byrja hjá þeim núna í september.

Í sumar hefur mér síðan tekist að létta mig um 5 kíló. Það tókst með aukinni hreyfingu (aðallega gönguferðum) og með aðgerðum eins og að nota minna smjör ofan á brauðið, hætta í gosinu, drekka oftar vatn með matnum, fá mér ekki aftur á diskinn, minnka mjög steiktan mat sem ég borða, og svo auðvitað með minnkuðu sælgætisáti.

Svo byrjaði þessi vika. Á sunnudags-, mánudags- og þriðjudagsmorgun vóg ég 100 kíló (ég miða þyngdaraukningu og -tap alltaf við meðaltal 3-4 daga). Á þriðjudagskvöldið var ég svo í saumaklúbbi heima hjá vinkonu minni. Við höfum alltaf mikið að tala um, og það eru alltaf veglegar veitingar á borðum. Þetta skipti var engin undantekning, og á borðum var meðal annars himnesk frönsk súkkulaðikaka...

Nú, þeir sem hafa átt við átvandamál að stríða vita að það er hættulegt að borða þegar maður er með hugann við eitthvað annað. Ég vóg 100,5 kíló á miðvikudagsmorguninn, en það sem verra var að ég virtist vera komin út í óstjórnlegt nart á milli mála. Líklega hefur spennan vegna austurferðarinnar verið byrjuð að vaxa. A.m.k. vó ég 101 kíló á fimmtudagsmorguninn, og 102 í morgun. Ég er að vonast til að þetta sé að mestu bjúgur, en óttast helst að þetta sé bara fita.

Í dag var ég svo í barnaafmæli.  Mér tókst að forðast rjómann og súkkulaðið, og sem betur fer notar frændfólk mitt ekki mikið af majónesi í brauðterturnar, en ég borðaði samt of mikið. Það er nefnilega svo erfitt að stoppa þegar það er svona góður matur á borðstólum. Svo eru rækjur og egg ekki beint megrandi.

Það er annað afmæli hjá mér á morgun, og svo fer ég austur á mánudaginn. Fróðlegt að vita hvað ég veg þá.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 32486

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband