Miðvikudagur, 2. nóvember 2016
Rakst á þessar leiðbeiningar um að innrétta Volkswagen Caddy
Datt í hug að einhverjum gæti þótt þær áhugaverðar. Þessi unga kona vildi geta farið í sumarútilegur á Caddyinum sínum og dreif sig í að smíða í hann innréttingu.
Þetta er svokölluð Instructable, leiðbeiningar um hvernig er hægt að gera hlutina, og á Instructables vefsíðunni eru þúsundir leiðbeininga um hvernig á að gera hitt og þetta, misjafnlega gagnlegar. Ég mæli með að skrá sig (kostar ekki neitt) til að geta tekið þátt í DIY-samfélaginu þarna. Svo er líka hægt að kaupa áskrift og fá aðgang að ýmsu fleiru).
Hún gerði þetta á allt annan hátt en ég og fékk sennilega betra geymslupláss en ég gerði, en ekki eins aðgengilegt. Hins vegar virðist hún ekki hafa haft fyrir því að einangra bílinn, enda hefði það verið erfitt með alla þessa glugga á hliðunum.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: húsbílar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.