Jæja, þá verður vart aftur snúið...

Mér var bent á það í gær að sumarið væri að bókast hratt upp hjá Smyril Line fyrir næsta sumar og því dreif ég mig í að bóka far með Norrænu til meginlandsins í vor. Ég hef viku til að hætta við og fá endurgreitt, en held varla að ég geri þaðsmile - ég er búin að eyða allt of miklum tíma í skipulagningu og pælingar til þess.

Nú get ég farið að hleypa ykkur inn í skipulagningu akstursferðar til útlanda og pælingar um hana. Ég hef hingað til bara tekið þátt í slíkum ferðum - fyrir utan Indlandsferð sem ég fór í 1996 - þannig að þetta verður lærdómur. Reynslan úr undirbúningi Indlandsferðarinnar kemur ekki til með að nýtast mér mikið, því það var hópferð á bíl með kojum og almennilegri eldunaraðstöðu og nóg pláss fyrir farangur, en um slíkt er ekki að ræða í litla bílnum. Þó hef ég reyndar í Caddyinum tvennt sem vantaði í blessaða rútuna: klósett og kæliskáp. Vegna þessa takmarkaða pláss sem er í boði þarf að hugsa allt mjög vel og ákveða hvort hlutirnir séu nauðsynjar eða ekki.

--

Hér átti að koma mynd af Neuschwanstein-kastala sem ég tók síðast þegar ég var á ferð um Romantische Strasse í Þýskalandi, en ég finn bara ekki myndirnar úr ferðinni.

Bætt við 17.10: Það var varla von að ég fyndi ekki myndirnar: Þetta voru síðustu myndirnar sem ég tók á filmu og mér hefur láðst að skanna þær á stafrænt form.

Save

Save


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Júhú - spennandi! Gott að þú ert búin að festa þér farmiða fyrir þig og bílinn.

Svava 18.10.2016 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 32506

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband