Föstudagur, 14. október 2016
Jæja, þá verður vart aftur snúið...
Mér var bent á það í gær að sumarið væri að bókast hratt upp hjá Smyril Line fyrir næsta sumar og því dreif ég mig í að bóka far með Norrænu til meginlandsins í vor. Ég hef viku til að hætta við og fá endurgreitt, en held varla að ég geri það - ég er búin að eyða allt of miklum tíma í skipulagningu og pælingar til þess.
Nú get ég farið að hleypa ykkur inn í skipulagningu akstursferðar til útlanda og pælingar um hana. Ég hef hingað til bara tekið þátt í slíkum ferðum - fyrir utan Indlandsferð sem ég fór í 1996 - þannig að þetta verður lærdómur. Reynslan úr undirbúningi Indlandsferðarinnar kemur ekki til með að nýtast mér mikið, því það var hópferð á bíl með kojum og almennilegri eldunaraðstöðu og nóg pláss fyrir farangur, en um slíkt er ekki að ræða í litla bílnum. Þó hef ég reyndar í Caddyinum tvennt sem vantaði í blessaða rútuna: klósett og kæliskáp. Vegna þessa takmarkaða pláss sem er í boði þarf að hugsa allt mjög vel og ákveða hvort hlutirnir séu nauðsynjar eða ekki.
--
Hér átti að koma mynd af Neuschwanstein-kastala sem ég tók síðast þegar ég var á ferð um Romantische Strasse í Þýskalandi, en ég finn bara ekki myndirnar úr ferðinni.
Bætt við 17.10: Það var varla von að ég fyndi ekki myndirnar: Þetta voru síðustu myndirnar sem ég tók á filmu og mér hefur láðst að skanna þær á stafrænt form.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Júhú - spennandi! Gott að þú ert búin að festa þér farmiða fyrir þig og bílinn.
Svava 18.10.2016 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.