Ķ framhaldi af sķšasta pistli

Viš ŽyrilĶ sķšustu fęrslu minntist ég į aš ašalatrišiš viš hśsbķlinn vęri aš geta pissaš į nóttunni įn žess aš žurfa aš klęša sig og fara śt til žess. En aušvitaš er žaš ekki ķ alvöru mikilvęgasta atrišiš, heldur bara hugmyndin sem mętti fį af lestri į fyrstu fęrslunum um hśsbķlaęvintżriš į žessu bloggi.

Žaš sem mestu mįli skiptir ķ sambandi viš žennan hśsbķl er aušvitaš frelsiš sem hann veitir mér. Ég fer ķ bķltśra flestar helgar į sumrin (og nokkrum sinnum į hverjum vetri) og nżt žess aš snušra uppi įhugaverša staši og skoša bęši menningu og landslag.

Ég hef feršast talsvert um sušur- og sušvesturland į undanförnum įrum (og noršvesturland og Eyjafjaršarsvęšiš įšur en ég flutti til Reykjavķkur). Žetta hafa nįnast allt saman veriš dagsferšir, sem takmarkaši óneitanlega hversu langt ég komst. Ég held aš žaš lengsta sem ég hef fariš śt frį Reykjavķk ķ einni dagsferš hafi veriš aš Skógum. Ég ętlaši reyndar aš fara alla leiš aš Jókulsįrlóni į Breišamerkursandi ķ žeim leišangri, en žį hefši ég žurft aš geta stoppaš einhvers stašar į leišinni til aš leggja mig, žvķ žaš er žreytandi aš sitja undir stżri žegar vešriš er eins og žaš var žennan dag: glampandi sól og steikjandi hiti sem geršu žaš aš verkum aš ķ hvert skipti sem ég stoppaši lengur en korter varš bķllinn eins og bakarofn aš innan og žaš tók talsveršan tķma aš kęla hann nišur aftur. Į mešan sat ég sveitt og sólbrennd ķ bķlstjórasętinu og leiš eins og ég vęri um žaš bil aš fį hitaslag. Žaš er nefnilega žreytandi aš keyra ķ góšu vešri, sérstaklega žegar mašur hefur sólina ķ andlitiš megniš af feršinni.

Kosturinn viš bķlinn er aš ég žarf ekki lengur aš vera į haršaspani milli įhugaveršra staša ķ dagsferšum (dęmi: Snęfellsnesiš į 10 tķmum meš 10 stoppum - var illa žreytt žegar ég kom heim), heldur get ég tekiš mér góšan tķma til aš skoša mig um, taka myndir og fara ķ gönguferšir, vitandi aš mķn bķšur möguleiki į aš fį mér žęgilegan sķšdegislśr - ekki ónotalega krķu ķ framsętinu - og eitthvaš kalt aš drekka, ekki ķ nęstu sjoppu heldur strax og ég kem ķ bķlinn.

Nś mundi einhver eflaust spyrja hvort ég hefši ekki bara getaš keypt mér gistingu ķ žessum feršum mķnum, en svariš viš žvķ er aš žaš er engan veginn öruggt aš mašur geti fengiš gistingu į sumrin meš litlum fyrirvara og svo veit ég oft ekki hvar ég enda uppi. Ég hef t.d. lagt af staš upp į Žingvelli meš žaš fyrir augum aš aka hringinn umhverfis vatniš, en endaš meš žvķ aš keyra Kaldadalinn ķ stašinn.

Nś get ég bara tekiš žvķ meš rónni, hvķlt mig žegar ég er hvķldar žurfi og tekiš alla helgina frį föstudagseftirmišdegi fram į sunnudagskvöld til aš feršast, ķ staš žess aš žeytast af staš snemma į laugardagsmorgni og koma žreytt heim um kvöldiš.

En nś er bķllinn oršinn feršafęr, og ég er reyndar bśin aš prufukeyra hann og vķgja. Meira um žaš sķšar.

Žetta er bśinn aš vera skemmtilegur tķmi og bloggiš hefur hjįlpaš mér aš halda utan um framkvęmdirnar. Ég hef hugsaš mér aš halda įfram aš blogga um bķlinn hérna og ętla aš reyna aš blanda saman žvķ sem er skemmtilegt, s.s. frįsögnum af atvikum sem koma fyrir į feršalögum og stöšum sem ég heimsęki, og žvķ sem er hagnżtt, ž.e. žaš sem ég lęri um hśsbķlalķfiš į feršum mķnum og upplżsingar um hśsbķla- og tjaldstęši, sundlaugar og fleira sem getur hjįlpaš hśsbķlafólki og öšrum feršalöngum aš skipuleggja feršir. Žaš gętu jafnvel slęšst meš stöku uppskriftir, og aušvitaš verša lķka myndir.

Feršalagiš er bara rétt aš byrja.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju meš hśsbķlinn - žaš er bśiš aš vera mjög gaman aš fylgjast meš žessu ferli hjį žér frį upphafi! Ég efast ekki um aš žś įtt eftir aš feršast śt um allt land į žessum glęsilega fararskjóta :)

Svava 18.5.2015 kl. 13:18

2 identicon

žś veršur aš fara aš drķfa žig af staš ķ feršalög svo aš viš fįum meira aš lesa!  žś ert svo skemmtilegur penni :-)

Ingibjörg 19.5.2015 kl. 11:11

3 Smįmynd: JG

Takk, elskurnar mķnar. Ég er meš tveir greinar ķ skrifum sem ęttu aš birtast innan skamms.

JG, 20.5.2015 kl. 07:30

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbśm

Nżjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frį upphafi: 32977

Annaš

  • Innlit ķ dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir ķ dag: 4
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband