Vangaveltur um húsbílinn

VindtjaldÞað er eitt sem ég held að ég hafi ekki minnst á áður í sambandi við þennan húsbíl, en það er að þó að ég vilji hafa hann eins vel búinn og frágenginn og hægt er þegar ég get farið að ferðast á honum, þá þarf ekki allt að vera fullkomið og ég þarf ekki heldur að vera búin að sanka að mér öllu sem mér finnst þurfa að vera í bílnum. Það er nefnilega hluti af skemmtuninni við að eiga svona grip að læra af reynslunni, finna lausnir á vandamálum eða bæta fyrirkomulagið, og eignast smám saman meira af því sem mann langar í.

Fortjald.Þó ég vilji ekki lengur sofa í tjaldi er ekki þar með sagt að ég geri kröfu um 5 stjörnu gistiaðstöðu í bílnum. Ég hef sagt það áður: aðalatriðið er að komast á klósett án þess að þurfa að klæða sig og fara út í hressandi nætursvalann til þess. Hitt er bara bónus: ódýr gisting undir þaki, eldunaraðstaða, aukið pláss fyrir farangur og aðstaða til að leggja sig ef það rennur á mann svefnhöfgi undir stýri.

Það er nú samt á óskalistanum hjá mér að kaupa vindtjald, og seinna meir fortjald, ef vera skyldi að ég legði í leiðangur um meginlandið á næstu árum. Svo væri gott að eiga lítið felliborð og fellistól sem ég kem fyrir undir bekknum, en ég get alveg látið mér nægja til að byrja með að nota það sem ég á.

Á svona stólÁ svona borðÉg á t.d. útilegustól - hann kemst bara ekki með góðu móti niður í neina hirslu í bílnum af því að hann leggst saman flatur og er þar af leiðandi tiltölulega fyrirferðarmikill (sjá myndina af bláa stólnum). Sama með útileguborðið mitt - sem er nógu stórt til þess að fjórir samheldnir einstaklingar geta borðað við það - en platan á því er heil og það eru bara fæturnir sem er hægt að fella niður (sjá mynd). Eðlilega gerir þetta borðið frekar fyrirferðarmikið.

Langar í svona borð og stólÞað sem mig langar í er borð og stóll eins og sést á myndinni til hægri. Þetta er mun nettara og leggst saman í vöndul sem er hægt að stinga undir rúm.

Þangað til ég eignast svona mætti festa stóra borðið og stólinn aftan við bílstjórasætið með krókateygjum (ég held reyndar að ég komist alveg af án borðsins). Síðan er hægt, þangað til vindtjaldið er komið, að sitja hlémeginn við bílinn þegar maður ætlar að setjast út.

FellitoppurAnnar draumur er að fá sér fellitopp á bílinn, þannig að maður geti staðið uppréttur inni í honum, en samkvæmt mínum rannsóknum kostar á bilinu fjögur hundrað þúsund til hálfa milljón að kaupa svoleiðis tilbúið (sérhannað fyrir Caddy Maxi), og það er án uppsetningarkostnaðar (mig grunar reyndar að pabbi gæti sett þetta upp...) og sendingarkostnaðar frá Bretlandi.

Mér þætti gaman að fá að vita hvað svona kostar hérna heima.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskt fyrirtæki sem setur fellitoppa í ýmsa bíla:
http://www.rotor.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MjU1Mg==

Eyjólfur 17.5.2015 kl. 04:06

2 Smámynd: JG

Takk fyrir þetta. Ég vissi reyndar af Rótor (hef verslað sitt lítið af hveju í bílinn þar). Rótor er með fellitoppa frá Reimo, sem virðist ekki bjóða upp á sérhannaða toppa fyrir VW Caddy - eru með fyrir stærri gerðir af VW, s.s. Transporter og þaðan af stærri - en kannski skiptir það ekki máli. "Sveppa"topparnir virðast t.d. geta virkað fyrir minni bíla, jafnvel fólksbíla.

JG, 20.5.2015 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 32464

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband