Ævintýri í húsbílaferð

Hér er eitt sem þarf að passa sig á ef menn ætla með húsbílinn sinn til Bretlands í gegnum Frakkland: laumufaþegar. 

Ég las í sumar grein í bresku dagblaði um feðgin sem voru að skila húsbíl sem þau höfðu leigt til að ferðast um á meginlandi Evrópu. Þau voru komin heim og voru að taka farangurinn sinn úr bílnum þegar dasaður ungur Afríkumaður skreið undan bílnum. Honum hafði einhvern veginn tekist að troða sér undir lágan bílinn og hafði hangið þar alla leiðina frá Calais í Frakklandi, í von um að komast til fyrirheitna landsins. Innflytjendalögreglan kom síðan og handtók hann, þannig að tilraun hans til að finna nýtt og betra líf í Bretlandi mistókst.

Bretar sem eru á leið til Evrópu með húsbíla er sumir hverjir víst varaðir við að stoppa í nágrenni við Calais með bílinn ólæstan, því það eru fleiri dæmi um svona laumufarþega, þó þeir fari víst reyndar frekar í farangurslestina á bílunum en undir þá.

Maður á erfitt með að ímynda sér örvæntinguna sem fær menn til að taka svona áhættu. 

Fréttin öll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband