Af hverju húsbíll en ekki tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi?

id-10056323.jpg

Spurning: Er það ekki ódýrara fyrir einhleyping?

Svar: Kannski, en:

 

Sko, ég hef verið spurð hvort ég vilji ekki bara fá mér tjaldvagn eða fellihýsi, frekar en að vera að fá mér húsbíl. Auðvitað gæti ég það, en málið er að kaup á tjaldvagni eða fellihýsi hefðu kallað á að auk tengivagnsins þyrfti ég annað hvort að kaupa mér nýjan bíl með dráttarkrók eða láta setja dráttarbeisli á þann gamla. Ég hef ekki hugmynd um hvað blessaður gamli bíllinn minn (árgerð 2001) kemur til með að endast lengi, þó að hann sigli alltaf í gegnum bifreiðaskoðun því sem næst athugasemdalaust, og því fannst mér ekki borga sig að láta setja á hann dráttarbeisli. Svo er það eina sem mér finnst tjaldvagn hafa fram yfir tjald vera að maður sefur ekki á jörðinni og það er heldur rúmbetra í kringum mann, en maður þarf samt að fara út á nóttunni til að komast á klósett, eða þá að drösla því með sér í bílnum og bera það inn í fortjaldið í hvert sinn sem maður tjaldar.

 

Hvað fellihýsin varðar eru þau yfirleitt of stór fyrir einn. Ég þarf bara einbreitt svefnpláss, einfalda eldunaraðstöðu og pláss fyrir ferðaklósett, ekki partítjald og svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna, fjögur börn og hund. Þau eru eflaust til lítil, en So What? Sannleikurinn er sá að mig langar bara ekki í tjaldvagn eða fellihýsi.

 

Af því bara. Svo eru þau alveg jafn leiðinlega rök í rigningu og tjöld og tjaldvagnar.

 

Hjólhýsi er annað mál.

Ég væri alveg til í svoleiðis, hefði líklega fengið mér lítið A-hýsi, en stærsti ókosturinn við hjólhýsi er sá sami og við stóran húsbíl, fellihýsi og tjaldvagn: það þarf að geyma þetta þegar maður er ekki að nota það. Ég á ekki bílskúr og upphituð geymsla er það eina sem kemur til greina ef maður vill að þetta endist. Það kostar peninga og þó ég telji mig ekki níska finnst mér kostnaður við slíkt of hár.

 

Nei, húsbíll er það heillin, og það lítill, fjölnota húsbíll. Í staðinn fyrir að setja tækið í aðkeypta geymslu yfir veturinn verður nóg fyrir mig að draga dýnuna úr rúminu inn í geymslu hjá mér ásamt vatnsbrúsanum, klósettinu og öðru smálegu sem bílnum fylgir og nota hann síðan sem heimilisbíl yfir veturinn. Það er ekkert verra að geta sest niður og hitað sér kakó eða súpu í bílnum ef manni dettur í hug að fara í stutta vetrarferð.

 

Svo er ég líka ein af þeim sem flokka heimilissorpið með tilliti til endurvinnslu, og hvílíkur lúxus verður það ekki að geta hent poka af flöskum, pappír eða plastdrasli aftur í bílinn þar sem enginn sér það, í staðinn fyrir að geyma þetta inni hjá sér þar til maður nennir að fara í Sorpu og á meðan lítur íbúðin út eins og ruslahaugur. Ef maður safnar þessu í bílinn þarf maður ekki að gera sér ferð í Sorpu með draslið, því maður getur einfaldlega dottið þar inn á leiðinni annað. T.d. er tilvalið fyrir mig að fara í Sorpustöðina við Dalveginn á leiðinni til mömmu og pabba.

 

--

Ljósmyndin: "Holiday Time". Ljósmyndari: Simon Howden. Fegnin á freedigitalphotos.net.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 32547

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband