Færslur á FindPenguins

Ef einhver hefur viljað gera athugasemdir við færslurnar mínar á nýja blogginu og ekki getað það, þá er búið að bæta úr því. Það er sjálfgefið að bara skráðir FindPenguins meðlimir geti gert athugasemdir, en ég breytti því þannig að hver sem er getur gert það núna.

Ég vil taka fram að ef einhver misnotar þennan möguleika, þá get ég eytt út athugasemdum sem mér mislíka eða eiga ekki heima þar. Það eru t.d. rusl, auglýsingar og dónaskapur.

Hins vegar finnst mér gaman að fá hvatningu, kveðjur, jákvæða gagnrýni, tillögur um nýjar færslur, spurningar út í efni færslunnar/bloggsins, og hlekki á áhugaverðar vefsíður sem tengjast efninu.

Slóðin.

Slóð á enska útgáfu af blogginu (með öðru efni - veit ekki hversu mikið ég mun koma til með að pósta þar, en það er aldrei að vita).


Flutt!

Kæri vinir, ættingjar og aðrir sem hafa heimsótt mig á undanförnum árum og fylgst með ævintýrum mínum hérna: Ég er flutt. Ekkert langt, bara yfir á nýja bloggsíðu.

Bloggumhverfið á blog.is er ágætt til síns brúks, en þó að ég hafi bloggað hérna frá útlöndum áður þá fannst mér mig vanta eitthvað sem ég gæti notið í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu á fljótlegan og auðveldan hátt. Það verður nefnilega að viðurkennast að blog.is  er ekki sérstaklega fljótlegt í notkun, þó ekki sé það flókið, og svo er ekki til blog.is app, eða ég hef að minnsta kosti ekki fundið neitt slíkt. Bara að setja inn myndir í bloggpóst kostar 7-10 smelli fyrir hverja mynd, og það eru mörg skref sem þarf að taka áður en bloggfærsla er komin út á vefinn.

Ég hef ekki hugsað mér að eyða meira en hálftíma á dag í netsamskipti og blogg og, eins og áður sagði, er blog.is seinlegt í notkun. Því ákvað því finna mér bloggþjónustu sem er hægt að nota í gegnum app á snjalltæki. Í fyrstu var ég að pæla í að nota Blogger, Tumblr eða Wordpress, en datt svo niður á sérhannaða ferðabloggþjónustu, FindPenguins.com. Hún er einfaldari í sniðum en framgreindar bloggþjónustur, er fljótleg í notkun og af því að formið er staðlað, þá þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af að vera að velja þema, liti, letur eða annað sem flækir málin.

Því bið ég ykkur hjartanlega velkomin í heimsókn á nýja ferðabloggið mitt.


Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband