Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Kveðja
Innilega til lukku með nýja starfið! Gangi þér sem allra best:) Bestu kveðjur, Ólöf
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir (Óskráður), þri. 5. jan. 2010
Smá kveðja
Hæ hæ Vonandi gengur allt vel og vona að þú sért á fullu að skoða áhugaverða staði, borða áhugaverðan mat og hafa það gott. Stutt þangað til þú kemur heim - vonandi kemstu fljótlega í tölvu til að leyfa okkur að heyra frá þér. Bestu kveðjur frá Fróni, vertu vel klædd þegar þú kemur heim, það verður ís-kalt í Keflavík. Anna Kapitola.
Anna Kapitola (Óskráður), mán. 30. nóv. 2009
Aðventukveðja :)
Hæ Jóhanna mín, við bíðum spennt eftir frekar fréttum hér á netinu og vonum að þú farir að komast á tölvuvæddari svæði :) Hér er komið jólalegasta veður, hvít jörð og stöðug snjókoma sem fellur fallega yfir jólaljósin á runnunum - svo sem kominn tími til enda fyrsti sunnudagur í aðventu í dag. Sendum þér okkar bestu aðventukveðjur úr kuldanum á Fróni, Svava og fjölskylda :)
Svava (Óskráður), sun. 29. nóv. 2009
Burrr
Sæl Jóhanna mín, Nú er orðið kalt hérna á fróni. Ég vona að þér hafi ekki orðið meint af dvölinni á brautarpallinum. Svo bíð ég spennt eftir að vina hvort að þú hafir ekki rúllað upp þessu prófi. Það er gaman að lesa hjá þér bloggið - þetta er heilmikið ævintýri. Kærar ferðakveðjur, Sóley
soley (Óskráður), mán. 23. nóv. 2009
Hvað er að frétta?
Hæ Jóhanna mín, ég bíð spennt eftir því að fá fréttir af þér :) Bestu kveðjur, Svava
Svava (Óskráður), sun. 22. nóv. 2009
Kveðja úr kuldanum...
Hæ Jóhanna mín! Ég vona að sólin sé farin að skína hjá þér - maður á nú ekki beint von á því að lesa um rigningarveður hjá Indlandsfaranum! Hvað þá kvefpest! Hlakka til að fá nýjar fréttir af þér (engin pressa ha ha ha)... Bestu kveðjur úr kuldanum, Svava
Svava (Óskráður), sun. 15. nóv. 2009
Kveðja frá Noregi
Sæl Jóhanna mín Þú hefur alla samúð mína vegna ágengra sölumanna og vonandi villistu ekki alvarlega. Við höfum það fínt hér í Noregi. Það snjóaði dálítið í gær og hiti er um frostmark. Vonum að kvefið lagist og þú eigir ánægjulega daga. Kærar kveðjur, Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), lau. 14. nóv. 2009
Takk fyrir póstkortið :)
Takk kærlega fyrir kortið Jóhanna, gaman að fá svona glaðning í póstinum. Krakkarnir voru sérstaklega ánægðir með að hafa fengið sér kveðju frá þér og biðja að heilsa :) Bestu kveðjur og knús, Svava og fjölskylda
svava (Óskráður), fös. 13. nóv. 2009
Kveðja
Takk fyrir póstkortið. Frábært framtak hjá þér - gaman að fá að fylgjast með. Bestu kveðjur Ólöf
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir (Óskráður), fös. 13. nóv. 2009
Kveðja
Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Noregi, Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), fim. 12. nóv. 2009
Kveðja
Sæl Jóhanna mín Gaman að lesa ferðasöguna þína. Við erum í Noregi. Komum í gær. Gangi þér vel áfram - hlakka til að lesa meira. Kærar kveðjur, Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), sun. 8. nóv. 2009
Góða ferð!
Góða ferð Jóhanna mín, skemmtu þér vel á ferð þinni um framandi slóðir. Ég hlakka til að lesa um ævintýri þín hér á netinu, bestu kveðjur, Svava
Svava (Óskráður), mán. 26. okt. 2009
Óskir um gott gengi
Frábær ákvörðun hjá þér og gott og lærdómsríkt að sjá hvað þú tekur jákvætt á því að missa vinnuna, það myndu ekki allir gera það. Hlakka til að fylgjast með undirbúningi og ferðasögu :-) Bestu kveðjur, Anna Kap.
Anna Kapitola (Óskráður), mán. 12. okt. 2009
Gangi þér vel!
Góða ferð Jóhanna mín og gangi þér vel þessa viku í Hveragerði. Ég mun að sjálfsögðu kíkja á bloggið þitt daglega þannig að vertu endilega dugleg að skrifa :) Bestu kveðjur, Svava
Svava (Óskráður), fös. 9. jan. 2009
Algjörlega frábært hjá þér
Til hamingju með áragnurinn og dvölina í Hveragerði, ég er stolt af þér. Kær kveðja Birna Mjöll
Birna Mjöll Sigurðardóttir (Óskráður), fös. 26. sept. 2008
Til hamingju
Góður árangur. Til hamingju Jóhanna mín. Ég er komin heim til Íslands. Heyrumst fljótt. Kærar kveðjur, Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), mið. 24. sept. 2008
Góða helgi
Vona að þú njótir helgarinnar Jóhanna mín. Veðrið í dag hefur verið yndislegt - logn og sól. Í einu orði sagt eins fallegt haustveður og hugsast getur. Fór með strákana í sundtíma í morgun og aftur út í búð seinni partinn en naut annars góða veðursins heima. Hér er plómutré með svignandi greinum og ég gerði 9 krukkur af sultu í gær. Sigmar var búinn að sulta áður, búið að borða, búa til graut, gefa gestum plómur í nesti en ekki sér "högg á vatni" á trénu góða. Gangi þér vel áfram og ef þú kemur í bæinn um næstu helgi getum við nú kannski hist. Kærar kveðjur, Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), lau. 20. sept. 2008
Flott hjá þér Jóhanna
Flott þetta er andinn - halda áfram og finna þrekið aukast. Kærar kveðjur, Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), fös. 19. sept. 2008
Áfram
Sæl Jóhanna mín. Ekki kann ég að ráða drauma en var þetta nokkur "kóngulóarkonan"? Það er nú kannski ekki alveg að marka þótt kílóin hrinji ekki af þér. Þú ert efalítið að stækka vöðvana þína og þeir eru þyngri en fitan sem efalítið er að láta undan. Haltu því ótrauð áfram og þá hlýtur kílóunum að fækka jafnt og þétt."Sígandi lukka er best" sagði gamla fólkið í mínu ungdæmi. Gangi þér vel. Kærar kveðjur, Dísa
Bergdis Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), fim. 18. sept. 2008
Blásum á leiðinda veðrið
Auðvelt fyrir mig að segja það sem er víðsfjarri rokinu og rigningunni á Íslandi núna en ég segi það samt. Betra að muna kvæðið "Ég elska þig stormur sem geysar um grund og gleðina vekur ...." Láttu veðrið ekki á þig fá heldur láttu það stæla þig. En áhyggjurnar af ömmunum eru eðlilegar og ég fer ekki varhluta af þeim og finnst ég reyndar vera illa fjarri. En ég vona að þetta lagist. Gangi þér vel og dreymi þig grasker og hummus. Kærar kveðjur, Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), þri. 16. sept. 2008
Kveðja frá Noregi
Sæl aftur Jóhanna mín. Vona að helgarfríið hafi verið gott. Hér var hörku 5 ára afmælisveisla Brynjars Axels í gær - mikið fjör, mikið grín, mikið gaman. Gangi þér vel. Bestu kveðjur, Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), mán. 15. sept. 2008
Frábært
Gangi þér rosalega vel og reyndu líka að hafa sem mest gaman af þessu. Ég veit ekki hvað ég er að gera vitlaust en ég er tvisvar búin að setja comment við færslur hjá þér en þau birtast bara ekki þó ég sé búin að fara inn í tölvupóstinn minn og staðfesta. Allavega - mjög gaman að lesa bloggið þitt og vonandi færðu frið fyrir heilaþvottinum :-) Bestu kveðjur, Anna Kapitola.
Anna Kapitola (Óskráður), fim. 11. sept. 2008
Glæsilegt
Þetta lofar allt góðu hjá þér og dagbókin hin skemmtilegasta lesning. Takk fyrir það kæra frænka. Héðan er allt gott að frétta og sú litla er yndislegri en orð fá líst. Hlakka til að fylgjast með áfram. Kærar kveðjur, Dísa
bergdis Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), mið. 10. sept. 2008
Áfram Jóhanna
HÆ, frábært hjá þér að láta verða af þessu. Þú átt eftir að rúlla þessu upp svo þetta eigi örugglega eftir að taka á á einhverjum tímapunkti. Þetta eru engar smá vegalengdir, það eitt og sér er nú bara heilmikil líkamsrækt. Kannski þetta hafi verið sett svona upp með ráðnum hug..... eða ekki. kveðja Sóley
Sóley Stefánsdóttir (Óskráður), þri. 9. sept. 2008
Þú ert bara flottust !!
Frábært hjá þér, kæra vinkona. Ég veit að þú átt eftir að rúlla þessu upp eins og öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur. Sjáumst hressar :) Bestu kveðjur og knús úr Mosó. Særún
Særún (Óskráður), þri. 9. sept. 2008
Baráttukveðjur
Þú átt hrós skilið fyrir að skella þér í þetta Jóhanna og ég efast ekki um að þér á eftir að ganga vel. Sendi þér góða strauma og hlýjar kveðjur úr höfuðborginni, Svava
Svava (Óskráður), þri. 9. sept. 2008
Kveðja frá Noregi
Sæl aftur Jóhanna mín. Ég hef tröllatrú á að þér gangi vel og ekki mun vegalengdin í matsalinn spilla fyrir. Héðan er allt gott að frétta er nú búin í tvo daga að klifra brekkurnar upp í skóla og leikskóla strákanna og hugsa mér gott til glóðarinnar að halda því áfram næsta hálfa mánuðinn mér til ánægju og heilsubótar. Kærar kveðjur og gott gengi. Dísa
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir (Óskráður), þri. 9. sept. 2008
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar