Grillaðar gúrkur

Ég komst loksins að því hvernig á að stilla íslensku stafina inn á lyklaborðið tímabundið, þannig að framvegis verður vonandi allt sem ég set inn á vel stafsettri Frónsku. Enda eins gott - ég á að taka próf vegna starfsins hjá Utanríkisráðuneytinu. Allir að hugsa fallega til mín og senda mér góða strauma klukkan 10:15 í dag. Fann netkaffihús sem hefur hraða nettengingu og nýlegar og að því er virðist traustar tölvur sem hrynja vonandi ekki á meðan á prófinu stendur.

 

Er búin að koma mér vel fyrir á ágætis hóteli í Udaipur. Veðrið er loksins orðið betra, sól en smá svali og því ekki of heitt. Fyrsta daginn hérna staulaðist ég inn á fyrsta veitingastaðinn sem ég kom auga á, og hann reyndist vera líka hótel. Ég fékk hérna fínt lítið herbergi á rúmar 600 Rs. nóttina. Mitt fyrsta verk var samt að fara upp á þak og setjast niður á veitingastaðnum og panta mér grillaða grænmetissamloku og te til að hressa mig við eftir hremmingar undanfarinnar nætur. Samlokan kom og á henni voru eðalgóðir tómatar, hæfilega mjúkir, og ... gúrkusneiðar. Fyrsta skipti sem ég hef borðað grillaðar gúrkur. Þær voru alls ekki slæmar, en það verður að taka fram að ég mæli ekki með að menn prófi þetta heima á Fróni, því gúrkurnar hérna er bragðmeiri en gúrkurnar heima og virðast vera þurrari. Að minnsta kosti voru þessar ekki í mauki.

 

Beint á móti hótelinu trónir musteri frá 17. öld, Shree Jagdish. Það er gott útsýni yfir það ofan af hótelþakinu. Á kvöldin er það svo lýst upp líkt og kirkjur heima, en með diskóljósum sem breyta um lit. Eini ókosturinn við nálægðina er að um tíuleitið á kvöldin og fimmleitið á morgnana er spiluð hávaðatónlist, alltaf sama lagið, um 10 mínútna langt, úr hátölurum á musterinu, væntanlega til að tilkynna um opnun og lokun.

 

Fór í gær í skoðunarferð um höllina, sem er stórvirki og í raun samsafn margra halla sem hafa verið byggðar yfir um 400 ára tímabil. Sá líka í fjarska Lake Palace Hotel, fræga höll sem stendur út í miðju stöðuvatni og var notuð í James Bond myndinni Octopussy (sem er sýnd á hverju kvöldi á nokkrum stöðum í borginni). Allt saman mjög flott.

 

Í morgun fór ég í Bagore Ki Haveli, gamalt uppgert hús (höll á okkar mælikvarða) sem hefur verið gert upp og inniheldur safn um lífsstíl gamla aðalsins í borginni. Ætla svo á danssýningu þar í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi rosa góða strauma kl 10:15 þú rúllar þessu upp!

það er rosa gaman að lesa færslurnar frá þér, en ég er víst búin að segja það áður :-)

kv Ingibjörg

Ingibjörg 17.11.2009 kl. 09:49

2 identicon

Frábærar fréttir Jóhanna mín - sendi þér alla þá góðu strauma sem ég hef yfir að ráða! Svo held ég áfram að googla alla þessa framandi staði sem þú heimsækir :) 

Bestu kveðjur,

Svava

Svava 17.11.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 33123

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband